Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 12
SKAGFIRÐINGABÓK
hún alsystir séra Stefáns Jónssonar prests á Staðarhrauni. Séra
Arnór á Hesti var sonur séra Þorláks, síðast prests að Undirfelli
í Vatnsdal, Stefánssonar í Sólheimum í Blönduhlíð, og seinni
konu hans, Sigurbjargar Jónsdóttur, prófasts í Steinnesi í Þingi.
Frú Sigurbjörg á Hesti var systir Guðrúnar, ömmu Sveins
Björnssonar forseta. Móðir séra Lárusar, Guðrún Elísabet, var
Jónsdóttir, Stefánssonar prófasts í Stafholti, Þorvaldssonar
prests og sálmaskálds í Holti, Böðvarssonar. Móðir Guðrúnar
Elísabetar var Marta Stephensen, systir séra Stefáns hins sterka
á Mosfelli, Stefánssonar Stephensens amtmanns á Hvítárvöll-
um, Olafssonar stiftamtmanns í Viðey, Stefánssonar. Bræður
séra Arnórs á Hesti voru þjóðkunnir gáfu- og listamenn: Þor-
lákur hreppstjóri í Vesturhópshólum, faðir Jóns Þorlákssonar
alþingismanns og ráðherra, séra Jón áTjörn á Vatnsnesi og Þór-
arinn listmálari. Séra Lárus mátti því vera stoltur af ættmennum
sínum og var það líka, þótt ekki hefði hann að jafnaði mörg orð
um — og mun honum hafa kippt í kyn til ýmissa þeirra. Dr. Páll
Eggert Ólason segir svo um séra Arnór á Hesti, að hann hafi
verið „atorkumaður, frábær hestamaður, vel gefinn, hagmælt-
ur, söngmaður góður og rómaður kennimaður.“ Séra Lárus á
Miklabæ átti þannig ekki langt að sækja mikla hæfileika og
margþætta.
Börn þeirra séra Arnórs á Hesti og frú Guðrúnar Elísabetar
urðu tíu: Halldór, gervilimasmiður, Ingibjörg, Marta Guðrún,
Þorlákur, fulltrúi, Jón Stefán, kaupmaður og umboðsmaður
Happdrættis Háskóla Islands, séra Lárus á Miklabæ, Þórarinn,
verzlunarmaður, Hannes, verkfræðingur, Steingrímur, verzl-
unarmaður og Guðrún Elísabet, kona séra Páls Þorleifssonar á
Skinnastað. Öll voru systkinin búsett í Reykjavík nema séra
Lárus og Guðrún Elísabet.
Frú Guðrún Elísabet andaðist 6. janúar 1906, aðeinsfertug að
aldri. Séra Lárus var þá tíu ára gamall, en yngsta barn þeirra
hjóna, Guðrún Elísabet, sem bar nafn móður sinnar, aðeins árs-
gömul. Þá hefur verið lágskýjað yfir heimilinu á Hesti. En séra
10