Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 13
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
Arnór átti hauka í horni þar sem voru séra Stefán Jónsson á
Staðarhrauni, bróðir Guðrúnar sálugu, og kona hans, frú Jó-
hanna Katrín Magnúsdóttir frá Syðra-Langholti í Hruna-
mannahreppi. Þau tóku Lárus í fóstur ásamt hinni ársgömlu
systur hans. Hjá þeim hjónum ólst séra Lárus upp og mat þau
æ síðan ákaflega mikils. Staðarhraunsheimilið var annálað fyrir
rausn og myndarskap og þau séra Stefán og frú Jóhanna miklar
mannkostamanneskjur á alla grein. Heyrði eg séra Lárus segja,
að ekki hefði hann getað kosið sér betra veganesti út á lífsbraut-
ina en það, sem þau lögðu honum til.
Séra Lárus mun ungur hafa ákveðið að ganga menntaveginn,
enda síður en svo lattur þess af fósturforeldrum sínum. Hafði
hann og til þess alla burði, búinn andlegu atgervi mjög umfram
það, sem almennt gerðist. Hann hóf nám við Menntaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1915, tvítugur að
aldri. Að stúdentsprófi loknu innritaðist hann í guðfræðideild
Háskólans, brautskráðist þaðan 15. júní 1919ogtókprestvígslu
6. júlí sama ár. Gerðist hann þá þegar aðstoðarprestur séra
Björns Jónssonar á Miklabæ í Blönduhlíð og fékk veitingu fyrir
kallinu frá fardögum 1921, en þá lét séra Björn Jónsson af em-
bætti og fluttist ásamt frú Guðfinnu Jensdóttur konu sinni að
Sólheimum í Blönduhlíð, til Jóns sonar þeirra og konu hans,
Valgerðar Eiríksdóttur frá Djúpadal.
Kominn heim
Og nú var séra Lárus svo sannarlega kominn heim, því Mikla-
bæjarprestakalli þjónaði hann meðan ævin entist eða til 5. apríl
1962, en þá varð hann bráðkvaddur á hlaðvarpanum í Sólheim-
um. „Hann fór inn í Sólheima til þess að deyja. Frá Sólheimum
til Sólheima hvarf hann, laugaður ylgeislum þeirrar ástar, sem
æðst er og fölskvalausust á þessari jörð“, eins og séra Björn
Jónsson á Akranesi sagði í mjög góðri ræðu, er hann flutti við
útför séra Lárusar á Miklabæ. Þegar séra Lárus lézt, mun hann
11