Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 16
SKAGFIRÐINGABOK
þar allt til: flutningur, efni og orðfæri. Hann var ekki hrað-
mælskur, en flutti mál sitt skýrt og skipulega með þungum
áherzlum þar sem við átti, var aldrei orða vant. Því voru stól-
ræður hans allajafna áhrifamiklar og eftirminnilegar. Hrifnast-
ur var eg þó af ýmsum útfararræðum hans, enda var hann allra
manna fundvísastur á að velja þeim viðeigandi einkunnarorð
hverju sinni. Ef til vill sagðist honum þó aldrei betur en þegar
hann mælti eftir þá, sem misjöfnu lífsláni höfðu átt að fagna og
meira höfðu að segja af forsælu en sólskini. Það segir mikið um
manninn. Hann átti ákaflega auðvelt með að umgangast börn,
setja sig í þeirra spor, skilja hugsunarhátt þeirra og tilfinningar,
enda var barnafræðsla hans og fermingarundirbúningur með
einstökum ágætum. Hann var þrenns konar: I fyrsta lagi
fræðsla um kristindóminn, útskýringar á ýmsum mistorskild-
um atriðum heilagrar ritningar, einkum guðspjöllunum. Það
var raunar meginefnið, og þótt séra Lárus þyrfti að bregða sér
bæjarleið sleppti lærifaðirinn ekki hendinni af fermingarbörn-
unum, heldur nýtti tæknina: hann átti myndarlegt segulband,
sem hann hafði talað á og notaði meðan hann var fjarri.
I öðru lagi voru börnin látin skrifa ritgerð um tiltekið efni úr
fræðunum. Hún var svo rædd rækilega og gagnrýnd, en þess þó
gætt að benda á það sem vel var gert.
Loks hafði hann samið 50 spurningar yfir helztu atriði krist-
indómsins — og svör við þeim — og látið prenta. Lór síðan yfir
efnið og ræddi það rækilega við krakkana, sem skyldu læra
hvorttveggja utanað, spurningarnar og svörin. Við ferminguna
spurði hann börnin öll saman, en ekki hvert fyrir sig, og svör-
uðu þau spurningunum öll samtímis. Sjálfsagt hafa krakkarnir
stundum kunnað svörin misvel og sum uppburðarminni en
önnur, eins og gengur. En með þessari aðferð séra Lárusar hvarf
allur slíkur munur, hafi hann verið fyrir hendi, öllum kvíða fyr-
ir að standa sig ekki frammi fyrir fullri kirkjunni var eytt, eng-
inn lítillækkaður.
Séra Lárus unni mjög íslenzkri tungu og var afar illa við slett-
14