Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 18
SKAGFIRÐINGABÓK
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist nafn þitt,
korni ríki þitt,
verði vilji þinn,
svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og gef oss upp skuldir vorar,
svo sem vér og höfum gefið upp
vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu,
því að þitt er ríkið,
þinn er mátturinn,
þín er dýrðin,
að eilífu.
Amen.
Vera kann, að einhverjum þyki sem annar skilningur sé hér, en
í þeirri, sem tíðast er kennd; hygg þó, að langt verði að sækja
þeim er leitar.
I trúarefnum var séra Lárus ákaflega víðsýnn og frjálslyndur.
Hann var einlægur trúmaður. Sannfærður spíritisti og mun þar
ekki hvað sízt hafa gætt áhrifa frá Haraldi prófessor Níelssyni,
sem var einn af kennurum hans í guðfræðideildinni, og hann
dáði mjög. Ekki voru allir samtímamenn séra Lárusar í presta-
stétt Skagafjarðar - né heldur ýmsir aðrir - sammála honum í
trúarefnum. Heyrði eg stundum á þær orðræður. Og víst er, að
þar bar séra Lárus ekki skarðan hlut frá borði. Kom þar ekki
hvað sízt til glöggsýni hans, rökvísi og mannskilningur.
Ekki veit eg, hversu hirðusamur séra Lárus var um að halda
til haga ræðum sínum. Sjálfur mun hann e.t.v. ekki hafa talið á-
stæðu til þess. Sem betur fer er þó eitthvað til af þeim í Héraðs-
skjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki og e.t.v. víðar. Ekki
verður þó sagt, að þær séu beinlínis aðgengilegar til yfirlestrar.
16