Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 20
SKAGFIRÐINGABÓK
Og eitt af börnum jarðar, það er á því fékk að kenna, var
Lárus.
Mjög er það misjafnt á hvern hátt menn bregðast við því
er líf þeirra fyllist af brostnum vonum. Einn fyllist gremju
og verður jafnvel mannhatari. Annar minnimáttarkennd
og verður sem stýrislaust rekald. Sá þriðji harkar af sér og
ber sig karlmannlega eins og allt sé í bezta lagi. Eg býst
við, að við öll, sem þekktum Lárus, verðum á einu máli
um, að hann hafi valið þann kostinn.
Það er umhugsunarefni, sjálfkjörið hverjum þeim, er
hneigð hefur til að skyggnast í sálarlíf manna, hvað því
veldur, að svo verður við lífinu brugðizt, sem Lárus gerði.
I sjálfu sér er það ákveðin tegund þreks, ákveðin karl-
mannslund, sem til þess þarf. Þótt svona orð sé notað er
þó mörg konan, ekki síður en karlar, gædd þessu þreki. I
flestum tilfellum er þetta þrek nært af trúnni, ekki aðeins
á bjartri lífsskoðun trúar, heldur þeim sigrandi mætti, sem
samlífið við Guð í trausti og bæn, veldur. Svo mun hafa
verið um Lárus. Mér er af kunnugum tjáð, að hann hafi
verið trúrækinn og hafi ekki látið undir höfuð leggjast að
iðka gamla trúarsiði fram á gamals aldur. Og enginn
skyldi ætla, að bæn, sem fram er borin sem vanaiðkun, sé
gagnslaus. Að sjálfsögðu er hún spor að sínu marki: því
marki, að treysta sambandið milli jarðarbarnsins og hins
mikla krafts í alheimi, þess er vér nefnum Guð — á sama
hátt og hver líkamsíþrótt, sem iðkuð er af vana, vinnur að
því marki að halda líkamanum mjúkum og stæltum, eða
hvert lítið lag, sem leikið er af vana, miðar að því að halda
tónlistarhæfileikanum vakandi.
Lárus Lárusson var fæddur að Smyrlabergi á Ásum í
A-Húnavatnssýslu. Hann var sonur hjónanna Lárusar
Erlendssonar og Sigríðar Hjálmarsdóttur, þess, er lengst
af mun kenndur við Bólu. Lárus varþví kynborinnmaður
í ríki andans, þar sem hið þróttmesta af öllum alþýðu-
18