Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 22
SKAGFIRÐINGABOK
hlutverk trúðsins fram á gamals aldur og heilsubilaður
orðinn. Því oft hlaut honum að finnast „heiðnyrðingur
heimsins kaldur“, eins og afi hans eitt sinn sagði. Og víst
er það, að kuldinn leitar inn á hörðum árum.
En þegar svo ber við - þegar kuldinn leitar inn, þá
hjálpar ekkert nema það að eiga næga glóð innra. Þá glóð
átti Lárus, svo sem áður er sagt, þar sem var hans bjart-
sýna trú. Og ef bægja á frá kuldanum hið innra þá ber
hverjum manni að leita inn á við og glæða hina helgu glóð,
sem þar býr. Þeim sem það tekst, geta tekið undir með
Steingrími og sagt: „Vér eigum sumar innra fyrir andann,
þá ytra herðir frost og kyngir snjó“, sumar trúarlífsins.
Sólarbarn þessa sumars var Lárus.
Það er vafalaust, að Lárus Lárusson var ekki eingöngu
vonbrigðanna sonur. Létt lund hans, studd og nærð af
bjartsýnni trú, skapaði honum áreiðanlega marga sumar-
daga hið innra, þegar svo hefði mátt sýnast, sem hið ytra
legðist um hann svalur vetur. Og þessir sumardagar lífs
hans voru fólgnir í samvistum og samfundum við góða
vini, við fólk, sem hafði samúð með Lárusi, skildi hann og
var honum gott. Og slíkt kunni nafni minn vel að meta,
því hann hafði líka sjálfur mikið til þess að tengja vinar-
bönd, þar sem annars vegar var mikið trygglyndi hans og
hins vegar trúmennskan í starfi. Auk þess sem hann var og
góður við þá, sem hann fann lítilsmegna, svo sem lítil börn
og skepnur.
Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði,
kom blessaður í dásemd þinnar prýði,
kom lífsins engill nýr og náðarfagur
í nafni drottins, fyrsti sumardagur.
Þetta er sagt um sumardaginn hið ytra, sumardag tíma-
talsins. En skáldið, sem þetta kvað, man vel hvert allt hið
20