Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 23
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
ytra sumar á rætur sínar að rekja, eins og allt hið góða — til
allífsins miklu kærleiksuppsprettu eins og þetta verk
skáldsins ber með sér, er það ávarpar vorgyðjuna:
Þú komst frá lífsins háa helgidómi,
en hollvin áttu í hverju minnsta blómi,
í hverju foldarfræi byggir andi,
sem fæddur var á ódauðleikans landi.
En í ljósi þeirrar trúar fáum vér séð nýtt hlutverk, sem
dauði hveitikornsins á. Aður blasti við oss sá skilningur,
að það þyrfti að deyja til þess að bera ávöxt til þessa nýja
lífs. Nú sjáum vér, að það þarf einnig að deyja til þess að
fá sjálft lifað að eilífu.
Hismi Lárusar Lárussonar, það er vér í dag gröfum í
skauti jarðar, er eitt slíkt fræ, fræ, sem hefur dáið til þess
að Lárus sjálfur fái lifað. Það er fölnun haustblómsins,
sem vér sjáum með jarðneskri sjón vorri. En gróður hins
eilífa sumars er upprunninn - bak við tjaldið, sem heim-
ana skilur.
Þessvegna fögnum vér í dag - Lárusar vegna - samfögn-
um honum. Vorboðinn hefur birzt honum. Blærinn blíði
kemur heitur til hjartahans: „Ljóssins engill-nýr ognáð-
arfagur", hinn fyrsti sumardagur lífsins hefur komið til
hans, tekið hann sér við hönd, hefur leitt hann í síðustu
sæluleitina, leitt hann í ferðina inn á „sígræn sólarlönd“,
inn á leið hinnar „nóttlausu voraldar veraldar, þar sem
víðsýnið skín.“ Og við, sem eftir stöndum, samgleðjumst
og segjum af hjarta: „Góða ferð, Lárus, gleðilegt sumar, í
Jesú nafni, amen.“
Séra Helgi Konráðsson, prestur á Sauðárkróki, andaðist þann
30. júní 1959, mjög fyrir aldur fram. Séra Lárus á Miklabæ flutti
21