Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 24
SKAGFIRÐINGABÓK
yfir honum útfararræðu. Eg get ekki stillt mig um að birta hér
upphaf hennar.
„Dáinn, horfinn“ -harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En eg veit, að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
Vafalaust er fátt í jarðlífinu öllu, sem er séð í jafn villandi
ljósi og líkamsdauðinn. Má það merkilegt heita, að það
fyrirbæri, sem vissast er allra — og verða á hlutskipti hvers
einasta jarðarbarns, skuli litið blindaðri sjónum en jafnvel
nokkuð annað.
I sjálfu sér er dauðinn ekki annað en óhagganlegt
lögmál, lífslögmál að dómi trúmannsins, mikilvægt og oft
þroskasælt spor frá lífi til lífs, - frá lífi fullu af ófullkom-
leika, þjáningu, vonbrigðum og sorgum - til lífs, sem í sér
ber möguleika til farsælla lífs, til margháttaðs þroska og
fullkomnunar.
Þetta vitum við öll. Og þó er dauðinn gerður að per-
sónu, eins konar óvætti, svo að meir en hálf veröldin
skelfist þetta spor frá lífi til lífs, þetta mikilvæga spor til
þroskans. Meira að segja meir en hálfur hinn trúaði heim-
ur.
En svo undarlegt, sem þetta má virðast, þá er það þó
ofur skiljanlegt, þegar betur er að gáð. Dauðinn grípur
svo skilyrðislaust inn í líf mannanna — oft harkalega.
Hann heggur á svo mörg heilög bönd. Hann tvístrar og
sundrar þeim, sem unnast og saman vildu vera. Og hann
stöðvar athafnamanninn í hálf unninni orrustu fyrir lífs-
hugsjónum sínum.
Þegar Jónas Hallgrímsson, það mikla trúarskáld, hefur
ástarljóð sitt eftir séra Tómas Sæmundsson látinn á orð-
22