Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 25
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
unum, sem minna á harmljóð, þá er það sjálfsagt þetta,
sem fyrir honum vakir: Landið hans ástkæra, þjóðin hans
fátæka, hafði ekki efni á að missa þennan starfsama mann,
þennan ofurhuga til verka. Fyrir því segir hann:
Hví vill drottinn þola það?
landið svipta svo - og reyna,
svipta það einmitt þessum eina,
er svo margra stóð í stað.
Og er það ekki einmitt þetta tvennt, sem því veldur, að
hugsanir okkar og orð okkar, sem hér mætumst við
hinztu hvílu séra Helga-þessar hugsanir, sem aðeins ættu
að vera bornar uppi af lofgerð og þökk, af samúð, bæn og
von — að þær renna í farveg harmljóðsins, er það ekki þetta
tvennt, sem því veldur: annars vegar að vér eigum svo erf-
itt með að sjá þessum kæra vini á bak og hins vegar finnum
vér að hérað og land mátti ekki missa hann á svo góðum
aldri, manninn með óeigingirnina og starfskraftana.
Eg get með sanni sagt, að síðan séra Helgi fluttist héðan
yfir á næsta tilverustig, hefur ljóð Jónasar um Tómas vart
liðið mér úr minni, því hefur stöðugt skotið upp við hlið-
ina á minningunum um þennan kæra vin. Mér finnst svo
margt líkt um þá séra Tómas Sæmundsson og séra Helga:
Þessi hamslausa elja, sem báðum var sem í blóð borin,
þessi þjónusta við hugsjón og skyldu, þessi ósérhlífni,
þetta vægðarleysi við sjálfan sig. Tómas dó úr tæringu,
þess tíma geigvænlega sjúkdómi. Hann reit hvatningarorð
og uppörvun til sinnar elskuðu þjóðar milli þess að blóðið
gekk upp af honum. Séra Helgi barðist þungri og mjög
harðri baráttu við nútímans geigvænlega dauðavald.
Hann brá hvorki geði né gleði, en gekk til starfa meðan
stætt var, og lengur þó. Hann var annar ofurhugi til starfs
23