Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 26
SKAGFIRÐINGABÓK
fyrir þann lýð, sem hann unni, lagði mjög veikur í langt og
erfitt ferðalag fyrir aðeins einu ári, vegna starfa í þágu
Rotaryfélagsskaparins, sem honum var trúað fyrir, mætti
helsjúkur við barnapróf á s.l. vori, sömuleiðis við
greftrun, í einu orði sagt, reyndi í lengstu lög að mæta á
hverjum þeim stað, sem honum bar og var treyst til að
mæta.
Og því er það, að þótt land vort og þjóð sé nú ekki í lík-
um nauðum stödd sem þá er Jónas kvaddi Tómas vin sinn,
þá hefur þó ekki sízt þetta brot ljóðsins sótt á huga minn
eftir brottför séra Helga héðan:
Hví vill drottinn þola það?
landið svipta svo - og reyna,
svipta það einmitt þessum eina,
er svo margra stóð í stað.
Séra Helgi var vissulega margra maki til starfa.
Prestastefnur
Fáar munu þær prestastefnur hafa verið, sem séra Lárus ekki
sótti. Þótti þar jafnan mikið að honum kveða og ekki lá hann á
skoðunum sínum þar fremur en endranær. Og þótt hann gengi
þar stundum nokkuð til hliðar við ýmsa aðra aflaði það honum
síður en svo andúðar eða álitshnekkis, þvert á móti mun hann
almennt hafa verið virtur og dáður af stéttarbræðrum sínum. I
Kirkjuritinu fær hann þessi eftirmæli biskups:
24
Það mun einmælt meðal stéttarbræðra, að með séra Lárusi
á Miklabæ sé genginn einn sá maður, sem ekki líður úr
minni. Mun öllum þykja sjónarsviptir að honum úr hópn-