Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 29
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
ekki rakinn, enda ítarlega um það mál allt fjallað í grein eftir
Sölva Sveinsson, sem birtist í 15. b'mdl Skagfirðingabókar 1986.
Er sýnt þótti, hvar í Miklabæjarkirkjugarði bein Solveigar
væri að finna, gekkst séra Lárus fyrir því vorið 1937, að þau
væru grafin upp og jarðsungin, þar sem þau höfðu aldrei fengið
kirkjulegan yfirsöng, þótt þau væru, vegna stækkunar á kirkju-
garðinum, komin í vígða mold. Gerði hann það fyrir tilmæli
Péturs Zóphoníassonar ættfræðings, en beiðni frá Solveigu um
flutning á beinunum hafði komið fram á miðilsfundi. Taldi séra
Lárus það siðferðilega skyldu sína að daufheyrast ekki við slíkri
beiðni, ef biskup heimilaði flutninginn. Séra Lárus lét smíða
kistu um beinin, og fór kistulagning fram við hátíðlega athöfn
á Miklabæ. Sunnudaginn 11. júlí voru beinin jarðsungin. Hófst
athöfnin í Miklabæjarkirkju, þar sem séra Lárus flutti ræðu, bað
fyrir Solveigu, en sálmar voru sungnir fyrir og eftir ræðuna.
Síðan var kistan flutt til Glaumbæjar og jarðsett þar við fjöl-
menni. Þótti athöfn þessi öll ærið sérstæð og vakti mikla athygli
víða um land. Um hana sagði Halldór Laxness, sem þarna var
viðstaddur, m.a.: „Mér þótti þetta mjög sérkennilegt og þykir
enn, hvenær sem mér dettur það í hug. Sveitin var mætt þarna
til leiks og kirkjan var full út úr dyrurn."
Og sjálfur sagði séra Lárus svo um þennan atburð, í grein í
Morgni 1937:
Og tilgangurinn er í stuttu máli sá, að hjálpa, - hjálpa Sol-
veigu. Hún var sögð styttra á veg komin en æskilegt væri
og sumir kynnu að ætla, eftir þeim tíma, sem liðinn er síð-
an hún flutti héðan. Sumir menn álíta, að mönnum hljóti
að ganga svo afar vel að þroskast eftir dauðann, enda þótt
þeim hafi gengið það ákaflega illa meðan þeir dvöldu á
jörðu hér. Þó alt gangi stirt um framfarir meðan hér er
dvalið, á alt að ganga eins og í sögu, þegar yfir um er flutt.
En margt bendir til, að þetta sé mikill misskilningur. Það
er vísast hreint ekkert áhlaupaverk að skapa úr oss óstýri-
27