Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 32
SKAGFIRÐINGABÓK
mikill, að honum hætti til þess að hlaupa á undan sjálfum sér, ef
svo má að orði komast. Kappið og framkvæmdagleðin gat því
orðið meiri en svo, að samrýmdist efnahag og öðrum aðstæð-
um. Miklabæjarnesið eins og beið eftir plóg, herfi, áburði og
fræi. Það var freistandi viðfangsefni að breyta því í gjöfulan
töðuvöll. Séra Lárus réðst því í miklar og kostnaðarsamar rækt-
unarframkvæmdir og raunar meiri en svo, að þær yrðu nýttar til
fulls um sinn. Síðan komu byggingar peningshúsa, og þóttu
sumar nokkuð nýstárlegrar gerðar. Hann hafði gaman af að
ræða um búskap, ræktun, byggingar, búfjárkynbætur, og braut
þá gjarnan upp á ýmsum fáheyrðum hugmyndum. En áhuga-
málin voru mörg og vissu í ýmsar áttir, og eg dreg í efa, að
umsvif séra Lárusar í búskapnum hafi öll orðið honum svo arð-
bær sem hann gerði sér vonir um. Nú eru flestir prestar í sveit
hættir að stunda hefðbundinn búskap, og liggja til þess eðlilegar
ástæður. Mér er hins vegar til efs, að séra Lárus á Miklabæ hefði
nokkru sinni getað hugsað sér að vera prestur í sveit, án þess að
reka jafnframt búskap, jafnvel þótt sá rekstur skilaði honum
fremur fjárhagslegu tapi en hagnaði. Eg býst við, að hann hafi
blátt áfram talið það skyldu sína við móður jörð, og auk þess „er
ekkert athugavert við það, þótt maður þurfi stundum að borga
eitthvað fyrir að skemmta sér,“ eins og hann sagði eitt sinn. Og
enn kom það til, að séra Lárus hafði ákaflega gaman af að
umgangast húsdýr, þar áttu þau sér ósvikinn og einlægan vin.
Bæjarhúsin á Miklabæ voru rúmgóð og reisuleg, en í gömlum
stíl, gerð af torfi og timbri, svo sem yfirleitt í Skagafirði á þeim
árum, því að steinsteypuöldin gekk þar síðar í garð en víða ann-
ars staðar, enda héraðið þurrviðrasamt, og slíkar byggingar ent-
ust þar því lengur en yfirleitt gerðist á landinu. Veitti og ekki af
miklum húsakynnum, heimilisfólk oft margt, gestagangur
mikill, og ferðamenn leituðu oft gistingar hjá þeim prestshjón-
um, enda Miklibær í þjóðbraut. Þar við bættist, að í tíð þeirra
séra Lárusar og frú Guðrúnar var löngum tvíbýli á Miklabæ.
Þar var því tíðast „setinn Svarfaðardalur", og var það mjög að
30