Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 33
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
skapi svo mannblendins og félagslynds manns, sem séra Lárus
var. Seinna lét hann byggja mikið og gott íbúðarhús úr stein-
steypu, þar sem þau hjón bjuggu með fjölskyldu sinni allmörg
síðustu árin. Seinna var svo nýbýlið Borgarhóll byggt á landi
jarðarinnar.
Eg spurði séra Lárus eitt sinn að því, hvort honum þætti það
ekki mikill og góður munur að vera fluttur úr gamla bænum og
í nýja húsið. „Jú,“ svaraði hann, „en þó er eins og hinar mörgu
og góðu minningar, sem tengdar eru gamla bænum, kunni ekki
allskostar við sig í þessu nýja umhverfi. Því er það, að þegar mig
langar til að ganga á vit þeirra, sem er oft, þá labba eg gjarnan út
í gamla bæinn. Það þarf allt sinn aðlögunartíma, einnig minn-
ingarnar.“
Bókasafnið
Af öllum þeim hlutum, sem innanstokks voru á Miklabæ, hygg
eg, að honum hafi þótt vænzt um bókasafnið, en það átti hann
feikimikið og gott. Mun meginstofn þess raunar hafa verið úr
eigu tengdaföður hans, séra Björns Jónssonar. En séra Lárus
hlóð stöðugt utan á þann kjarna, því hann keypti á hverju ári
mikið af bókum. Efamál er þó, að hann hafi gefið sér tóm til að
lesa þær allar til hlítar. En minnið var gott og skilningurinn
skarpur, og því gat hann tileinkað sér efni þeirra bóka, er hann
leit í, þótt ekki læsi hann þær allar orði til orðs. En honum leið
vel í návist bóka. „Það er hvíld í því að sitja bara hjá bókaskápn-
um,“ heyrði eg hann eitt sinn segja. Vera má, að hann hafi ekki
hvað sízt lagt stund á ljóðalestur, enda var hann með afbrigðum
ljóðelskur, vitnaði tíðum í þjóðskáldin og kunni utan að heilu
kvæðabálkana.
Honum var sárt um bækur sínar og gerði lítið að því að lána
þær. Svo mun og flestum farið, sem vænt þykir um bækur. Þó
átti hann það til. Eitt sinn varð eg fyrir því að detta af hestbaki
31