Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 35
SERA LARUS ARNORSSON A MIKLABÆ
Félagsmálamadurinn
En séra Lárus var ekki þeirrar gerðar, að hann gæti einskorðað
sig við þau störf, sem tilheyrðu prestsembættinu og búskapnum
á Miklabæ. Vissulega var hann maður andans og áhugasamur
um búskapinn, en það athafnasvið nægði þessum fjölgáfaða
manni engan veginn. Ekkert svið mannlegs lífs taldi hann sér
óviðkomandi. Hann hafði brennandi áhuga á hvers konar
félags- og framfaramálum og lét þau mjög til sín taka bæði utan
sveitar og innan. Varla var nokkur fundur haldinn svo í Akra-
hreppi, að hann væri ekki mættur þar, hafði ákveðnar skoðanir
á öllum málum og lá ekki á þeim, þótt ósjaldan gengju þær
nokkuð í aðra átt en annarra, enda var honum fjarri skapi að
gerast sporgöngumaður. Það var aldrei nein lognmolla yfir
þeim fundum, þar sem séra Lárus var mættur. Hann hélt jafnan
fast á sínu máli við hvern sem var að eiga, manna slyngastur í
rökræðum, bjó yfir hárfínu skopskyni, sem hann beitti oft
óspart, en aldrei persónulegur eða illkvittinn. Mér er ekki grun-
laust um, að stundum hafi hann vakið upp ágreining til þess
eins að efna til deilna og rökræðna. Eitt sinn er við áttum tal
saman, sem var sem betur fór oft, eftir að eg flutti í Blönduhlíð-
ina og gerðist sóknarbarn hans, sagði hann: „Eg hefði líklega átt
að leggja fyrir mig lögfræði." „Hversvegna?“ spurði eg. „Jú, eg
er svo laginn við að verja rangt mál!“ Auðvitað var þetta í gamni
mælt. En orðunum fylgdi raunar einnig nokkur alvara. I þeim
fólst engan veginn nein gagnrýni á lögfræðingastéttina. Lög-
fræðingar lenda oft í þeirri aðstöðu að þurfa að verja hæpinn
málstað. Þá reynir á málsnilld og rökfimi, en einmitt þar stóð
séra Lárus flestum framar. Deilur og rökræður voru honum,
öðrum þræði, hugþekk íþrótt, sem honum var þeim mun meiri
nautn af að taka þátt í, sem hann átti sér færri fylgismenn. Þess
vegna lét hann sér oft fátt um finnast, þótt hann væri ofurliði
borinn við atkvæðagreiðslur og hefði jafnvel alla á móti sér.
Takmarkinu var að nokkru leyti náð. A hinn bóginn var honum
3 Skagfirdingabók
33