Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 38
SKAGPIRÐINGABÓK
andlegs skyldleika við þá, þegar pólitíkinni sleppti. Svo vill til,
að eg þekki það nokkuð vel. Einhverjar taugar bar hann til
Bændaflokksins á sínum tíma, enda stutt að fara, eins og hann
orðaði það, en aldrei held eg, að hann hafi beinlínis gengið á
hönd þeim flokki. Má vera að hann hafi grunað, að Bænda-
flokksævintýrið yrði endasleppt.
Samvinnumadurinn
En þótt séra Lárus fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum var
hann heill og óhvikull samvinnumaður, og á vettvangi sam-
vinnumála í Skagafirði var hann aðsópsmikill, eins og annars
staðar, þar sem hann kom við sögu. Ekki liggur ljóst fyrir, hve-
nær hann mætti fyrst sem fulltrúi á aðalfundi Kaupfélags Skag-
firðinga, en deildarstjóri Akradeildar mun hann hafa verið kos-
inn 1939 og gegndi því starfi í tólf ár. Elann þótti röggsamur
deildarstjóri, en stundum ráðríkur nokkuð. Eílutaðist mjög til
um það, hvaða fulltrúa hann hefði með sér á aðalfundina og
mun oftast hafa fengið því ráðið að mestu. I fyrsta skipti, sem eg
mætti á fundi í Akradeild, er kjósa skyldi fulltrúa á aðalfund
kaupfélagsins, sýndi hann mér lista með nöfnum þeirra manna,
er hann vildi að, yrðu kosnir. Meðal þeirra var eg. Mér kom
þessi kosningaundirbúningur nokkuð á óvart, kunni ekki alls
kostar við hann og sagði séra Lárusi það. „Eg er nú vanur að
hafa þetta svona,“ sagði hann. „Það getur alltaf komið til ein-
hverra átaka á kaupfélagsfundi, og þá vil eg hafa þar með mér
menn, sem eg get treyst." Eg bað hann þá að strika ntig út af list-
anum, því eg vildi ekki fyrirfram lofa afstöðu minni til einhverra
ótiltekinna rnála. „Eg ætla að prófa þig,“ var svarið. Og „lista-
menn“ séra Lárusar náðu kosningu. Raunar var það nú svo, að
sömu menn mættu á aðalfundi kaupfélagsins ár eftir ár, með
fremur litlum frávikum, þannig að Akradeild hafði ekki um það
neina sérstöðu. Svo var þessu einnig háttað um fulltrúa frá öðr-
36