Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 39
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
um deildum. Og ekki var það óbrigðult, að „listamenn“ séra
Lárusar fylgdu honum ávallt allir við atkvæðagreiðslur á aðal-
fundum. En aldrei varð eg þess var, að hann tæki það nærri sér
eða erfði við nokkurn mann.
Séra Lárus taldi sig eiga mikið erindi á kaupfélagsfundi og átti
það líka. Hann lét þar öll mál til sín taka og hafði á þeim ákveðn-
ar skoðanir, sem hann hélt fram af einurð og festu. I þá daga
stóðu aðalfundir kaupfélagsins yfir í tvo daga, og veitti ekki af.
Ekki verður beinlínis sagt, að séra Lárus flýtti fyrir fundarstörf-
unum. Einum fundi man eg eftir, þar sem hann flutti 22 ræður
og sumar nokkuð langar. En það leiddist engum að hlusta á séra
Lárus. Auk þess að vera rökvís, slyngur og orðheppinn mála-
fylgjumaður, voru ræður hans að jafnaði kryddaðar kímni og
gamansemi og lífguðu þannig upp á fundina og gerðu þá tíðum
skemmtilegri en þeir ella hefðu orðið.
Ymis þau mál, sem séra Lárus beitti sér fyrir á þessum
fundum, náðu fram að ganga. Um önnur varð hann að lúta í
lægra haldi, eins og gengur. Hann beitti sér t.d. mjög fyrir því
að Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga yrði gert að sjálf-
stæðu fyrirtæki og yrði algerlega óháð kaupfélaginu. Um þetta
átti hann í löngum og hörðum deilum, en vann ekki á.
Þegar fjárskipti fóru fram í Akrahreppi vegna garnaveikinn-
ar, fékkst ekki að flytja féð til slátrunar á Sauðárkrók. Talin var
hætta á, að við það gæti garnaveikin borizt vestur yfir Héraðs-
vötn. Þá lagði séra Lárus það til, að kaupfélagið kæmi upp
bráðabirgðasláturhúsi við Grundarstokksbrúna. Það mundi
verða til svo mikils hagræðis fyrir bændur í Akrahreppi, sem
ella þyrftu að fara með sauðfé sitt til slátrunar í Hofsós eða
Kolkuós, að í kostnaðinn við bygginguna væri ekki horfandi.
Þetta þyrfti raunar engan veginn að verða „einnota“ sláturhús,
það mætti nota áfram til þess að slátra þar stórgripum, svo að
bændur úr framhluta héraðsins þyrftu ekki að fara með stór-
gripi sína til slátrunar út á Sauðárkrók. Fyrir séra Lárusi vakti
það einnig að skapa með þessu atvinnu fvrir menn frammi í hér-
37