Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 40
SKAGFIRÐINGABÓK
aðinu. En ekki varð þetta áhugamál hans að veruleika, og
kenndi hann um íhaldssemi kaupfélagsstjórnarinnar og sam-
takaleysi bænda. — Hér verður ekki drepið á fleiri mál, sem séra
Lárus beitti sér fyrir á aðalfundum kaupfélagsins, en þar er af
mörgu að taka. En mörgum fannst skarð fyrir skildi, þegar séra
Lárus var ekki lengur mættur þar. Sagt er, að maður komi í
manns stað. Svo kann að vera að öllum jafnaði, en er þó engan
veginn óbrigðult.
Mig langar til að draga hér fram eitt dæmi um það, hversu
annt séra Lárus lét sér um, að boðskapur samvinnumanna næði
eyrum sem flestra. En jafnframt er það dæmi um gestrisni hans
og höfðingsskap - en þau mætti mörg nefna - og þar átti frú
Guðrún sinn ómælda hlut.
Baldvin Þ. Kristjánsson var um árabil erindreki hjá Sambandi
íslenzkra samvinnufélaga. Kom hann m.a. norður í Skagafjörð
til fundahalda. Sveinn Guðmundsson, þáverandi kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, fól mér að skipuleggja funda-
höldin í héraðinu, og gerði eg það í samráði við deildarstjórana.
Séra Lárus var þá deildarstjóri Akradeildar. Eg hringdi í hann
og spurði, hvort hann vildi efna til fundar í samkomuhúsinu á
Stóru-Okrum. Jú, sjálfsagt að halda fund, „en eg vil hafa hann
heima hjá mér“, var svarið. Við Baldvin fórum svo fram í Mikla-
bæ. Eg skýrði með fáum orðum frá tilefni fundarins og tilgangi,
Baldvin flutti eina af sínum rómuðu ræðum, sýndi kvikmynd,
og að lokum flutti séra Lárus mergjaða ræðu um samvinnumál.
Fundinn sátu á milli 50 og 60 manns. Að fundi loknum var svo
öllum hópnum boðið til hinna rausnarlegustu veitinga. Fundur
í samkomuhúsinu var þeim Miklabæjarhjónum fyrirhafnarlaus
og kostaði þau ekkert. En hann hefði þá einnig haft annan svip,
verið ópersónulegri. En einmitt af því, að fundurinn var haldinn
á einkaheimili, komst fyrirlesarinn í mun nánara samband við
fundarmenn. Þetta varð nánast eins og baðstofurabb, og fyrir
þær sakir varð fundurinn mun áhrifameiri. Þetta vissi og vildi
séra Lárus, og þá var ekki horfandi í fyrirhöfn og kostnað.
38