Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 41
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
Sögulegar hreppsnefndarkosningar
Hreppsnefndarkosningar í Akrahreppi munu alla jafna hafa
verið fremur friðsamar. Kosningin var óhlutbundin og ópóli-
tísk, a.m.k. á yfirborðinu. Eitt sinn brá þó út af þessari venju, og
þar kom séra Lárus við sögu, eins og vænta mátti.
Framsóknar- og sjálfstæðismenn höfðu komið sér saman um
sameiginlegan lista, skipaðan fimm aðalmönnum og fimm til
vara. Trúlegt var talið, að þetta yrði eini listinn og þannig sjálf-
kjörinn. Ekki sætti séra Lárus sig við þetta. Og rétt áður en
framboðsfrestur rann út, lagði hann fram annan lista. Hann var
aðeins skipaður sex mönnum, en það nægði. Almennt var við
því búist, að listi séra Lárusar fengi mann kjörinn, og dró hann
hvergi af sér til þess að svo mætti verða. Greip hann m.a. til þess
ráðs, sem sennilega hefur verið lítt eða óþekkt við hreppsnefnd-
arkosningar í sveitum, að semja og gefa út eins konar dreifibréf.
Nefndi það Ávarp til kjósanda í Akrahreppi. Var því dreift á öll
heimili í hreppnum. Gaman væri að geta birt hér þetta 40 ára
gamla ávarp - sem nú mun óvíða til - því það sýnir vel, hve séra
Lárus var snjall málafylgjumaður, en til þess er það mikils til of
langt. Eg get þó ekki á mér setið að birta hér kafla, þar sem séra
Lárus ræðir um þau verkefni, sem bíði hinnar nýju hrepps-
nefndar:
Nú liggja verkefnin framundan óleyst, hópum saman.
Skólamálið, að vísu úr því sem komið er, aðeins fjarlægt
takmark en takmark, sem þó verður að líta til og stefna að
hægum, öruggum skrefum. Einkasímamálið, sem þarf að
vinna fyrir og stefna að hröðum, ákveðnum skrefum.
Landssímamálið, sem einnig þarf að fá hraða lausn: tvö-
föld lína frá Varmahlíð á Sauðárkrók og landssímalína í
Bakkasel. Tryggja þarf að sveitin missi ekki alla sína síma
og verði hjáleiga Varmahlíðar, eins og verið hefur ofarlega
á baugi. Vegamál dalanna og afskekktra bæja. Endurbæt-
39