Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 42
SKAGFIRÐINGABÓK
ÁVARP TIL KJÓSANDA í AKRAHREPPI.
Af ýmsura ástæðum þykir mér hlýða að gera sveitungum mínum
grein fyrir því, að fram er koininn listi sá, sem ég er efstur á við hrepps-
netndarkosningar hér I sveit — B-listinn.
Þau eru fyrstu tildrög þessa, að úr miðjum vetri sl. komu, með
nokkru millibili, til mín tveir málsmetandi menn hér í sveit og vöktu
máls á því, — hvor í sínu lagi og án þess að vita hvor af öðrum —- hvort
ég vildi standa að listakosningu við hreppsnefndarkjör hér í sveit, og
jafnframt að því, að listi kæmi fram. Þá var ekki vitað, nema gamla
hreppsnefndin yrði öll i kjöri aftur. Eg tjáði mig líklegan til samstarfs
um slíkt, ef mér líkaði þeir menn, sem í kjöri yrði. En hvortveggi
þessara manna, sem við mig ræddu, sögðu afdráttarlaust, að ;í jreim
lista yrði ég að vera efstur.
Að vísu get ég með sanni sagt, að mig langar ekki sérlega I hrepps-
nefnd — sízt nú orðið, þar sem ég er nú orðinn hálfsextugur að aldri.
En ég hefði máske fyrr á ævi minni viljað reyna að gera sveit minni
gagn — gegnum hreppsnefndarstörf, má ske hefði ég líka getað það,
en svo virðist, sem þessi fámenna sveit hafi verið svo vel mönnuð, að
hún hafi ekki haft um slík störf þörf starfskrafta minna. Er ég var
spurður, hvort ég mundi vilja taka sæti sem efsti maður á lista við
hreþpsnefndarkosningar, svaraði ég því til, að ég teldi mig ekki geta
skorazt undan því: hreppsnefndarstörfin væri borgaraleg skylda hvers
manns á mínum aldri, þess, er ekki hefði verið i hreppsnefnd áður. En
óljúli v.rri rnér að vera á lista, nema með þeint mönnum, sem ég væri
ánægður með.
Samkvæmt því, sem hér hefir sagt verið, má segja, að fyrsta tilefni
þess, að listi þessi er fram kominn, sé gagnrýni á hreppsnefndina, sem
frá fer.
Ef ég á í fám orðum að lýsa í hverju þessi gagnrýni felst, þá verður
mér að svara: Það er skortur á samvinnu nefndarmannanna. í sjálfu
sér dettur mér ekki í hug að neita, að gamla nefndin hafi verið góðum
mönnum skipuð — og ég álít, að fimm efstu menn A-listans séu ekki
jafnokar gömlu nefndarinnar. En gamla nefndin var í mínum auguin
— og ýmissa fleiri — ekki að sama skapi góð hreppsnefnd sem hún var
góðum mönnum skipuð, og tel ég það stafa af allt of lélegri sainvinnu
innan nefndarinnar, þ. e. að fleiri eða færri nefndarmannanna hafi
ekki fengið starfssvið — ekki notið sín.
„Ávarp til kjósanda í Akrahreppi" (upphaf).
40