Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 43
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
ur á hreppaskilum búpenings innan sveitar, svo sem fram-
kvæmd hrossasmölunar fyrir vönun vor hvert, sem einu
sinni var samþykkt í einu hljóði á hreppsfundi, samkvæmt
tillögu frá mér, en aldrei framkvæmt. Varzla Hlíðarinnar
fyrir ágangi Héraðsvatna sem á hana er stefnt fyrir eftir-
látssemi vegamálastjóra fyrir ofríki heimtufrekra Vestan-
Vatnabúa. Afstýra flóttanum til annarra sveita. Styrkja
aðstöðu bænda um kaup líflamba, svo þeir geti fljótlega
eignazt bústofn aftur, en það er nú ekki fyrirsjáanlegt fyr-
ir ýmsum, vegna fjárskorts/' Bifreiðaútgerð á heilbrigð-
ari grundvelli en verið hefir: í samræmi við tilsvarandi
kostnað nærliggjandi sveita, að öðrum kosti losa hrepp-
inn við alla bifreiðaútgerð. Og síðast en ekki sízt þarf að
innleiða meira lýðræði inn í sveitarstjórnina: fá tillögur og
álit hreppsbúa um sveitarmálin á opinberum hreppsfund-
um, sem haldnir séu oftar en verið hefur. Og þá jafnframt
að fá meira og heilsteyptara samstarf innan hreppsnefnd-
arinnar sjálfrar.
Hér var svo sannarlega á ferðinni skelegg kosningastefnuskrá
og á ýmsum þörfum málum gripið. Er ekki að efa, að séra Lárus
hefði fylgt þeim fast eftir, hefði honum auðnazt að ná kosningu.
Og listann vantaði ekki nema brot úr atkvæði til þess að fá mann
kjörinn.
Séra Lárus minnist á símamál sveitarinnar í ávarpi sínu.
Umbætur og framfarir í þeim efnum voru honum mikið áhuga-
mál. A þessum árum var sími aðeins kominn á fáa bæi í
hreppnum. En símstöð var á Miklabæ og séra Lárus símstöðv-
arstjóri. Svo bar oft við, að stærri símstöðvarnar vildu vaða yfir
þær minni, svo að undir hælinn var lagt, að samband næðist
áður en símatími minni stöðvanna rynni út, en hann var mjög
takmarkaður. Þegar svo bar við, lét séra Lárus hart mæta hörðu
* Þá hafði allt fé verið skorið niður vegna garnaveiki.
41