Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 44
SKAGFIRÐINGABÓK
og gerðist þá stundum ærið hvassyrtur, enda mun hann oftast
hafa haft sitt fram, þannig að þeir, sem leituðu símaþjónustu á
Miklabæ munu naumast hafa farið bónleiðir til búðar.
Bílaeignin
Heimilishaldið á Miklabæ var kostnaðarsamt. Ekki fyrir það,
að illa væri haldið á fjármunum, heldur kom þar til einstök
gestanauð og frábær greiðasemi húsráðendanna. Laun presta
hossuðu ekki hátt á þessum árum, og gera kannski ekki enn, og
búskapurinn varð séra Lárusi ekki til umtalsverðs framdráttar
fjárhagslega. Aukatekjur voru ekki verulegar og aukaþjónusta
iðulega gefin, eg tala nú ekki um, ef efnaminna fólk átti í hlut.
Til þess nú að drýgja tekjurnar datt séra Lárusi í hug að fá sér
vörubíl. Mun það hafa verið snemma á prestsskaparárum hans.
A þessum árum voru vörubílar ekki svo algengir í Skagafirði
sem síðar varð og töluverð atvinnuvon fyrir eigendur þeirra,
þótt vegakerfið væri raunar æði ófullkomið. Auk þess gat bíll-
inn komið að beinum notum fyrir heimilið. Einhverjir munu
hafa orðið til þess að agnúast út í þetta tiltæki séra Lárusar.
Töldu það ekki sæma presti að stunda vörubílaakstur. Orð lék
á, að þessi atvinnustarfsemi hefði verið kærð fyrir prófasti. Um
það veit eg ekkert né heldur hver viðbrögð hans hafa þá orðið.
Séra Lárus mun hins vegar ekki hafa talið það neina óvirðingu
við prestsembættið að aka vörubíl, og um það er eg honum
hjartanlega sammála. Presturinn er bara venjulegur maður.
Hann kemur boðskap sínum bezt til fólksins með því að blanda
við það kjörum í blíðu og stríðu, vera bara einn af því. Þannig
var skoðun séra Lárusar á prestsstarfinu, og þeirri skoðun var
hann svo sannarlega trúr. Bílinn átti hann hins vegar ekki lengi.
Svo þegar landbúnaðarjepparnir tóku að flytjast til landsins,
var séra Lárus fljótur að fá sér einn slíkan, og átti lengi. Lraman-
af árum notaði hann hesta til ferðalaga, enda ágætlega hestfær,
svo sem verið hafði séra Arnór faðir hans — og átti góða hesta.
42