Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 45
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
En bíllinn var oftast hendi nær en hesturinn og fljótari í förum.
Minnist eg þess varla að hafa séð séra Lárus á hestbaki eftir að
hann eignaðist jeppann. Oft þurfti hann að bregða sér í Krókinn
á jeppanum og þá gjarnan með fullan bílinn af farþegum, sem
sjaldan eða aldrei fengu að greiða fargjald. Var engu líkara en
séra Lárus liti á það sem eitt af sjálfsögðum hlutverkum prests-
ins að aka sóknarbörnunum ókeypis, ef þau þurftu að bregða
sér af bæ.
Fyrir kom, að eg fékk far með prestinum mínum. Er mér ein
slík ferð einkar minnisstæð — og raunar fleiri — enda sérkennileg
í meira lagi. Get eg ekki stillt mig um að segja frá henni hér.
Vona eg, að það særi engan, og viss er eg um það, að séra Lárus
fyrirgefur mér lausmælgina. Eg hitti hann úti á Sauðárkrók.
Ætlaði heim um kvöldið, og prestur bauð mér far, sem eg þáði.
Er eg kom að jeppanum, sá eg, að hann var yfirfullur og ætlaði
að snúa frá. Það tók séra Lárus ekki í mál. Eg tróðst svo inn í
jeppann og fékk myndarlega frú framan úr Blönduhlíð ofan á
hnén. Tveir farþegar voru í framsætinu hjá séra Lárusi, og var
frú Guðrún kona hans annar þeirra. Hlákumyrkur var á, snjó-
laust og dimmt til jarðar. Skammt innan við Krókinn slokknaði
annað framljósið og varð ekki lagað, en hin týran sannast að
segja í daufara lagi. Samt ók séra Lárus býsna greitt þar sem veg-
urinn var beinn. Bílstjórasætið var orðið nokkuð bælt, en séra
Lárus fremur lítill vexti og sá því ógjörla til vegarins hið næsta
bílnum. Bað hann því frú Guðrúnu að segja sér til, ef beygja
væri á veginum og þá til hvorrar handar - og eins þegar við
kæmum að ræsi, sem þá voru víða mjórri en vegurinn. Og eftir
stundarkorn sagði frú Guðrún: „Beygja til vinstri!" Ognokkru
síðar: „Ræsi!“, og enn kom svo hægri beygja. Þegar séra Lárus
hafði fengið aðvörunina, ók hann mjög gætilega, enda hlekktist
honum ekki á, þó að skyggni væri lítið. Og öllum kom hann
heilum heim. Þetta var eftirminnilegt og einstakt ferðalag, og
hef eg ekki öðru sinni farið svo ævintýralega ferð í bíl, þar sem
bílstjórinn bað einn farþegann að gera sér aðvart, ef eitthvað
43