Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 46
SKAGFIRÐINGABOK
þyrfti að varast á veginum, af því að hann taldi sig ekki sjá það
nógu vel sjálfur.
Vorið 1960 var Gísli sonur minn fermdur. I ágústmánuði um
sumarið var kristilegt mót æskufólks haldið að Löngumýri og
þangað fór séra Lárus með „sín börn“, eins og sjálfsagt var. Þar
flutti herra Pétur Sigurgeirsson, síðar biskup, erindi, en hann
þjónaði þá á Akureyri. Fleiri töluðu þar, og farið var í ýmsa
leiki, þó án allra ærsla auðvitað. Hugmyndin var að setjast að
varðeldi um kvöldið, enda veður lygnt og milt. En um kvöldið
fór að rigna töluvert svo ekkert varð úr útiveru.
Séra Lárus átti þá Volkswagen-bjöllu, sem svo var kölluð, og
var með algengustu bílum í þann tíð. I rauninni var þetta ekki
nema fjögurra manna far, mátti þó koma fimm manns fyrir með
sæmilegu móti, færi ekki of mikið fyrir neinum. Fimm krakkar
höfðu fermzt um vorið, og vitaskuld tók séra Lárus þau öll
með. Segir nú ekki frekar af þessari för fyrr en í bakaleiðinni. Þá
ók prestur skyndilega fram á tvo fótgangandi menn á Vall-
hólmsveginum. Þetta reyndust vera Frakkar, orðnir blautir og
nokkuð kaldir, enda komið vel yfir miðnætti og umferð minni
þá en nú. Séra Lárus býður þeim óðar upp í bílinn. Vera má, að
hinir útlendu hafi hikað um stund, er þeir sáu að bíllinn var
meira en fullsetinn, en því hefur verið eytt, því inn fóru þeir.
Varð nú þröng á þingi, átta manns í fjögurra manna bíl. En ekki
nóg með það. Hinir frönsku göngumenn höfðu talsverðan
farangur. Honum tróð séra Lárus í farangursgeymsluna, sem
var að framan, og laus við að vera rúmgóð, enda varð henni ekki
lokað. En að hætti forsjálla ferðamanna hafði séra Lárus með
sér bæði vasahníf og snæri og gat því fjötrað niður lokið á far-
angursgeymslunni, svo að það fyki ekki upp og byrgði honum
sýn til vegarins. Krökkunum ók svo séra Lárus heim til sín
nema Gísla, sem var einn úr Ut-Blönduhlíðinni. Hann fór til
gistingar á Miklabæ ásamt Frökkunum. Þegar Gísli kom á fætur
um morguninn, sat séra Lárus á tali við Frakkana, og hafði það
„samtal“ staðið alla nóttina. Var það hreint ekkert hraðsamtal.
44