Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 47
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
Frakkarnir skildu ekki orð í ensku, voru raunar lítt mæltir á
aðra tungu en sitt eigið mál, en séra Lárus linur í frönskunni.
Fór „samtalið“ því fram með aðstoð orðabókar. Frakkarnir
voru æði slæptir orðnir eftir þessa sérkennilegu vökunótt með
íslenzkum presti, en á séra Lárusi sá ekki frekar en hann hefði
sofið værum blundi alla nóttina. En þeir frönsku gengu nú loks-
ins til náða, fegnir hvíldinni, en áreiðanlega skemmtilegri og
eftirminnilegri reynslu ríkari.
Sitt af hverju
Einu sinni fékk séra Lárus sér merkilegan hund, en eins og á
hefur verið minnzt var hann mikill dýravinur. Ffundur þessi var
feikna slápur, stór og myndarlegur. Flafði séra Lárus keypt
hann af einhverjum skipstjóra. Fór hið bezta á með séra Lárusi
og seppa, og hafði hann hundinn gjarnan með sér í bílnum. Svo
var það eitt sinn sem oftar, að fundum okkar séra Lárusar bar
saman úti á Sauðárkróki. Eg hafði lokið mínum erindum, en
prestur átti ýmislegt eftir að snúast. Bað hann mig nú að sitja hjá
sér í bílnum, meðan hann væri að aka á milli viðkomustaðanna,
en þeir voru margir. Svo skyldi hann sjá mér fyrir fari heim.
Seppi var líka í kaupstaðarferð, en var nú einhvers staðar að
kynna sér bæjarlífið á eigin spýtur. Séra Lárus sagði það ekki
koma að sök. Þegar seppa færi að leiðast myndi hann finna
bílinn, því hann þekkti hann. Seinasti viðkomustaður okkar var
pósthúsið. Sáum við þá, hvar seppi sat hinn spekingslegasti uppi
á kirkjutröppunum hinum megin við torgið. Séra Lárus kallar í
hann, fyrst ákaflega alúðlega, en þegar það dugir ekki, fer hann
að hvessa sig. En allt kemur fyrir ekki. Seppi stendur að vísu
upp, dillar rófunni, en hreyfir sig að öðru leyti ekkert. Séra Lár-
us sér, að þarna verður engu um þokað, ekur upp að kirkju-
tröppunum, opnar bílinn og seppi vippar sér inn um leið. Mér
fannst ekki koma til mála annað en að láta svona höfðingja eftir
framsætið.
45