Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 48
SKAGFIRÐINGABÓK
Svo bar eitt sinn við sem oftar, að séra Lárus þurfti að bregða
sér til Reykjavíkur og fór á jeppanum. Og eins og oftast endra-
nær tók hann farþega með sér í bílinn. Þetta var að vetrarlagi, en
snjólítið og færi gott. Er komið var suður í Borgarfjörðinn,
sendi séra Lárus símskeyti heim í Miklabæ og hljóðaði það
þannig: „Hröð ferð en örugg.“ Stutt og laggott. Segir nú ekki af
ferðinni, fyrr en komið var undir Hafnarfjall. Þar getur verið
veðrasamt í meira lagi, svo sem kunnugt er. Skipti það engum
togum, að í einni rokunni fauk jeppinn út af veginum, og var
það töluvert fall. Sem betur fór meiddist enginn að ráði, en bíll-
inn skemmdist nokkuð. Sagan er sönn, nema ef eitthvað væri
málum blandað með símskeytið. Vel gat séra Lárus hafa sent
það, og orðalagið er honum líkt. Hitt er líka hugsanlegt, að ein-
hver hafi skáldað þennan þátt ferðasögunnar, til þess að gera
hana ævintýralegri.
Mikið yndi hafði séra Lárus af hnyttnum tilsvörum og hafði
gaman af að segja frá þeim. Eitt sinn var hann prófdómari við
barnapróf í Glaumbæ. Yfir stóð próf í reikningi. Séra Lárus sat
inni hjá krökkunum á meðan þau voru að glíma við reiknings-
dæmin. Séra Hallgrímur Thorlacíus var þar einnig, hefur
kannski átt að fylgjast með því, að ekki væri svindlað. Var hann
á sífelldu stjákli milli krakkanna, þar sem þau voru að reikna.
Hér má skjóta því inn, að séra Hallgrímur var fremur slakur
stærðfræðingur og þótti lítið til þeirrar „listar“ koma, en á hinn
bóginn mikill tungumálagarpur. Séra Lárus var aftur á móti
hárglöggur reikningsmaður.
Allt í einu staðnæmist séra Hallgrímur hjá einum krakkan-
um, horfir um stund á reikningsblað hans og segir svo: „Ut-
koman er ekki rétt hjá þér.“ Krakkinn fer aftur yfir dæmið, en
fær sömu útkomu og áður. Og enn segir séra Hallgrímur hana
ranga. Séra Lárusi líkar ekki þessi afskiptasemi stéttarbróður
síns, gengur að borðinu, lítur á dæmið og segir útkomuna rétta.
Ekki vill séra Hallgrímur fallast á þann úrskurð, og þrátta þeir
um þetta um stund. Dæmið var þannig, að spurt var um, hve
46