Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 49
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
marga staura þyrfti í girðingu af ákveðinni lengd með tilteknu
bili milli staura. Tekur nú séra Lárus blað, dregur á það strik,
sem átti að tákna girðinguna og merkir síðan fyrir staurunum
með punktum. Þegar svo punktarnir voru taldir kom í ljós, að
krakkinn hafði reiknað rétt. Séra Hallgrími hafði sézt yfir það,
að girðingin byrjaði á staur, og taldi hann því ekki með. En þeg-
ar séra Hallgrími verður ljóst, að hann hafði fallið á þessu
stærðfræðiprófi, þá segir hann þessa setningu, sem síðan varð
fræg um allt héraðið, e.t.v. ekki hvað sízt fyrir tilstilli séra Lár-
usar: „Þetta hefðir þú ekki heldur vitað ef þú hefðir ekki girt í
vor!“ - Já, mikil guðsblessun er það að hafa átt svona
guðsmenn.
Söngstjórinn
Eg var sóknarbarn séra Lárusar síðustu sextán árin, sem hann
lifði. A þeim árum áttum við ýmiss konar samstarf, ekki alltaf
árekstralaust, en ávallt skemmtilegt. En eg mun hafa verið orð-
inn tíu ára þegar eg sá séra Lárus í fyrsta sinn, svo mig reki minni
til. Þá hafði hann stofnað karlakór í Blönduhlíðinni, en hann
var mikill tónlistarunnandi og bar gott skyn á tónlist. Af ein-
hverjum ástæðum, mér ókunnum, fékk séra Lárus pabba til
þess að taka þátt í þessari söngstarfsemi, en sjálfur stjórnaði
hann kórnum. Pabbi var eini utansveitarmaðurinn í þessum
félagsskap, en hann var þá fyrir nokkrum árum farinn að búa í
Eyhildarholti í Hegranesi og stjórnaði um þessar mundir karla-
kórnum Heimi. Kvöld eitt, síðla vetrar, kom séra Lárus með
söngmenn sína yfir í Eyhildarholt, en þeir munu hafa verið nær
tuttugu að tölu. Þá var mikið sungið í Norðurstofunni í Eyhild-
arholti og lengi nætur. Eg var ákaflega hrifinn af söngnum, þótt
eg efist ekki um, að ýmislegt hafi mátt að honum finna. En góðir
raddmenn voru í þessum kór og sumir ágætir, því kynntist eg
betur síðar. Séra Lárus var tilþrifamikill og röggsamur stjórn-
andi. Stöðvaði kórinn gjarnan í miðju lagi ef honum þótti
47