Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 52
SKAGFIRÐINGABÓK
djúpar að öllum jafnaði, tóku hesti svona mest á miðjar síður,
og um sandbleytu var ekki að ræða á vöðunum nema þá fyrst á
vorin, en við sandbleytu var séra Lárusi meinilla. Hann var ætíð
spölkorn á eftir mér yfir Vötnin og þræddi slóð mína sem
nákvæmast. Ekki veit eg, hvort séra Lárus var syndur, það barst
aldrei í tal, en hér var raunar engin hætta á ferð, dýpi ekki það
mikið og hestarnir öruggir, og sem betur fór sundlaði hann
ekki, þótt hann riði yfir straumvatn. En þegar við gengum
Vötnin á ís að vetrinum, þá var séra Lárus enn varfærnari. Hann
lagði ætíð ríkt á, að eg hefði meðferðis góðan broddstaf, enda
þótt Vötnin væru á hellu gaddi. Eg varð að reyna ísinn vel við
hvert skref. Prestur gekk alltaf nokkrum metrum á eftir mér og
fylgdi nákvæmlega förunum eftir stafinn. Eg labbaði ætíð með
honum upp í Frostastaði. Og aldrei skildum við svo, þegar eg
hélt heimleiðis, að hann brýndi ekki mjög fyrir mér að fara var-
lega, eg tala nú ekki um ef komið var myrkur. Eitt sinn lentum
við bæði í náttmyrkri og hríð, og þá ætlaði hann ekki að sleppa
mér til baka, en heimtaði, að eg gisti á Frostastöðum, því „það
er villugjarnt á Eylendinu", eins og hann sagði. Og það var ekki
fyrr en eg sagði honum, að ef eg ekki skilaði mér um kvöldið, þá
yrði óttast um mig heima, að hann gaf það eftir, að eg færi strax
til baka. Mér þótti vænt um þessa umhyggju hans, þótt eg vissi,
að hún væri óþörf - því að hún var svo sannarlega engin
uppgerð.
Lokaorð
Séra Lárus var fremur smár vexti, grannvaxinn, teinréttur,
holdskarpur, léttur á fæti, kvikur í hreyfingum, snarmenni.
Fríður sýnum, eygður vel, svipurinn glettinn og hýr. Höfð-
ingjadjarfur, fór aldrei í manngreinarálit, leit aldrei niður á
neinn né upp til neins heldur. Hann var gæddur fjölþættum gáf-
um og mikilli andlegri orku. Vissulega umdeildur, átti sér ófáa
andstæðinga, en engan óvin. En þeir, sem þekktu hann bezt
50