Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 55
NOFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
Aftast er heildarskrá þeirra nafna, sem fyrir koma í sýslunni
þetta tímabil, svo og skrá yfir fleirnefni. Þær skrár tala sínu
skýra máli um nafngjafir Skagfirðinga og ættu að veita mönnum
góða yfirsýn.
Manntalid 1703
Arið 1703 var tekið fyrsta allsherjarmanntal á Islandi. íslenskar
nafngiftir stóðu þá á gömlum merg. Allir hétu t.d. einu nafni,
nema systkin ein syðra, sem fædd voru í Danmörku og áttu
danska móður. Mikill meirihluti nafna var af germönskum upp-
runa, flest norræn, og höfðu mörg þeirra fylgt þjóðinni frá upp-
hafi. Nokkur nöfn voru þó af framandi toga, mörg þeirra alda-
gömul með þjóðinni, einkum nöfn dýrlinga og annarra frægð-
armanna. Tökum nokkur dæmi: hebresk (Jón, Anna), grísk
(Elín, Erasmus), latnesk (Lúsía, Páll), keltnesk (Bríet, Kjartan).
í sumum var skeytt saman norrænu og fjarlendu (Kristrún), og
enn eru stöku nöfn af óvissum toga (Daði). Hér set ég nöfn af
germönskum uppruna í A-flokk, öll hin í B-flokk.
Ættarnöfn voru því sem næst óþekkt á íslandi 1703. Jón
biskup í Skálholti, sem okkur er tamt að nefna Vídalín, er í
manntalinu bókaður Þorkelsson. En frændi hans, lögmaðurinn
í Víðidalstungu, er skráður Páll Jónsson Vídalín. Kona hans,
Þorbjörg, fær hins vegar að vera Magnúsdóttir, og börn þeirra
öll eru ýmist skráð -son eða -dóttir eftir réttu eðli og lagi.
Mér þykir rétt að sýna hér til samanburðar, áður en ég kem
sérstaklega að Skagfirðingum, hver voru algengustu nöfn á
landinu öllu 1703, 15 hvors kyns.
Konur Karlar
1. Guðrún 5410 = 19.7% 1. Jón 5363 = 23.4%
2. Sigríður 1614 = 5.9% 2. Guðmundur 1039 = 4.5%
3. Ingibjörg 1217 = 4.4% 3. Bjarni 1029 = 4.5%
53