Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 56
SKAGFIRÐINGABOK
Konur
4. Margrét 1183
5. Helga 954
6. Þuríður 764
7. Kristín 704
8. Valgerður 594
9. Halldóra 551
10. Ólöf 519
11. Guðný 509
12. Guðríður 497
13. Steinunn 492
14. Þóra 489
15. Þórunn 488
Karlar
4. Sigurður 856
5. Ólafur 797
6. Magnús 713
7. Einar 693
8. Þorsteinn 552
9. Þórður 506
10. Árni 481
11. Gísli 419
12. Björn 396
13. Halldór 340
14. Eiríkur 319
15. Páll 302
Nöfn allra íslendinga 1703 eru að tali Ólafs Lárussonar 725,
karla 387 og kvenna 338. Kemur hér að einu mesta vandamáli
mannanafnafræða: Hvað er eitt nafn, hvað fleira en eitt? Eg
verð að sýna þetta með dæmum. Eru Ormarr og Ormar, Þór-
laug og Þorlaug, Ingvi og Yngvi eitt nöfn eða tvö í hverju til-
viki ? Eða Kár og Kári, Þiðrik og Diðrik ? Er Sesselja skrifað á tíu
mismunandi vegu eitt nafn eða tíu? Þvílíkum spurningum svara
ekki allir alveg eins.1 Af þessu leiðir að tala nafna á hverjum stað
og tíma fer eftir því hvað sá, sem telur, úrskurðar að sé eitt nafn.
Auðvitað reyna menn að leysa þennan vanda, oftast er hann
sáralítill. En ég geng lengra í því að telja mismunandi afbrigði
eitt nafn en t.d. Ólafur Lárusson og einkum sr. Björn Magnús-
son. Meðal annars þess vegna ber tölum okkar ekki alltaf
saman.
Árið 1703 voru konur í Skagafirði 1812 og karlar 1325. Eftir
mínum kokkabókum báru konurnar 134 nöfn, ogkarlarnir 130.
Skagfirðingar voru með öðrum orðum ekki mjög nafnglaðir.
1 Sethzelia, Cecelia, Sezelia, Sezelie, Cecilie, Sesselia, Setselja, Zezelia, Secilía,
Setzelie; allar þessar gerðir (og fleiri) koma fyrir í manntalsskrám úr Skaga-
firði.
54