Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 58
SKAGFIRÐINGABOK
á 12. öld, Kristín (grísk-latneskt), tekið upp á 13. öld, ogSesselja
(latneskt), tekið upp á 12. öld. Allt eru þetta heiti helgra meyja,
dýrlinga.
Karlamegin eru 12 germönsk nöfn (öll norræn), en fjögur af
framandi toga, eða í B-flokki: Jón (hebreskættað), Magnús (úr
latínu) og Pétur (grískt), öll tekin upp þegar á 11. öld, og svo
Tómas (grískt), tekið upp á 13. öld. Þetta eru þrír postular og
einn keisari. Síðasttalda nafnið virðist koma til sögunnar eftir að
Tómas Becket, erkibiskup af Kantaraborg, var tekinn í dýr-
lingatölu.
Þessu næst langar mig til að minnast á nokkur nöfn sem voru
algengari í Skagafirði en gekk og gerðist, og sum hvergi til nema
þar.
Aðalbjörg Hjálmarsdóttir var 39 ára á Nefsstöðum í Fljótum,
ráðskona föður síns. Hún bar ein íslenskra kvenna þetta nafn
1703 og mætti vera hin fyrsta hérlendis. Nú veit ég ekki hvort
þetta er frumleg íslensk smíð eða lagað eftir hinu gamla þýska
nafni A(de)lburg(a). I nafnabókum Þjóðverja segir heldur ekki
hversu gamalt þeirra nafn sé, aðeins að það sé gamalt.2 Faðir
Aðalbjargar á Nefsstöðum virðist hafa verið talsvert sérstakur
maður. Hjálmar Erlendsson, 77 ára, er titlaður upp á latínu
„medicus et artifex“, en það mun þýða læknir og listamaður.
Páll Eggert Olason segir að hann hafi verið hagleiksmaður og
skáld. Nafnið Aðalbjörg var lengi haft aðeins norðan lands og
austan. Fáar konur hétu þessu nafni framan af, en voru orðnar
151 árið 1910. Nafnið er nú talsvert algengt og vel lifandi síð-
ustu áratugi.
Bergljót. Svo hétu 15 konur í Skagafjarðarsýslu árið 1703 og
hvergi fleiri. Vegna algengs misskilnings er rétt að geta þess, að
berg er hér stofn sagnarinnar að bjarga og Ijót er samstofna Ijós
sbr. ensku light og íslensku nöfnin Ljótunn, Ljótur og Arnljót-
2 Lexikon der Vornamen, bls. 27.
56