Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 59
NOFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
ur. Bergljót er því „björt bjargvættur“, en ekki „ljóta kerlingin
í berginu (Grýla)", eins og einhver lét sér detta í hug.
Bergúlfur Olafsson, tveggja ára, bóndasonur á Minna-
Grindli (Grilli) í Fljótum, átti engan nafna á Islandi 1703. Þetta
er fornt nafn, en afar fátítt alla tíð. E.H. Lind hefur ekki eldri
dæmi frá Islandi en undir lok 13. aldar. Segja má, að þetta sé til-
brigði við Björgúlfur (-ólfur). Sú nafnmynd lifir dável, en Berg-
úlfur er löngu týnt.
Bessi er orðið til úr Bersi og merkir lítill björn. Um það bil
fimmtungur Bessa á landinu var í Skagafirði 1703.
Dagfinna. Aðeins tvær íslenskar konur báru þetta nafn árið
1703: Dagfinna Ólafsdóttir, 15 ára, sveitarómagi á Skúfsstöð-
um í Hólahreppi, og Dagfinna Vigfúsdóttir, 21 árs, vinnukona
í Hólkoti (nú Birkihlíð) í Sauðárhreppi. Menn deila um hvað
nafnliðirnir Finna og Finnur merkja. Flestir telja þessi nöfn gefa
til kynna finnskan eða lapplenskan (samskan) uppruna, en til
eru þeir sem vilja tengja þetta við sögnina að finna. Ég held að
fyrri kosturinn sé skárri. Eg hafna t.d. þeirri skýringu Norð-
mannsins Eivinds Vágslid, að Dýrfinna sé „sú sem finnur
dýr“. Vágslid er oft bráðskemmtilegur skýrandi og fer ekki allt-
jent troðnar slóðir.3
Aðeins ein Finna var á landinu 1703 og hún skagfirsk, Finna
Jónsdóttir, sjö ára, í Víðinesi í Hólahreppi. Nafnið hefur fallið
niður hjá Ólafi Lárussyni.4 Nafni þessu hefur vegnað heldur
illa, hvað sem veldur. Tvær (þingeyskar) 1801, ein (þingeysk)
1845, ein (fædd í Þingeyjarsýslu) 1910, sárafáar alla tíð síðan og
hréint ekki í náðinni síðustu áratugi.
Cottskálk var mun algengara í Skagafjarðarsýslu 1703 en
annars staðar á landinu, en það stóð reyndar ekki lengi. Nafnið
er komið úr þýsku og merkir þjónn guðs (Gott þýðir guð, en
Schalk er þjónn, þræll; þorpari). Líklega hafa menn ekki
3 Norderlendske fyrenamn, bls. 82.
4 Nöfn íslendinga árið 1703, bls. 32.
57