Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 60
SKAGFIRÐINGABÓK
almennt skilið nafnið, og ekki hefur Gottskálk biskup Nikulás-
son, sem Guðbrandur Þorláksson kallaði „hinn grimma“, bætt
úr. Islendingum, sem bera þetta nafn, hefur fækkað, en það er
þó ekki í lífsháska hér.
Grettir. Nafn þessa fornkappa báru sjö menn 1703 og fjórir
þeirra Skagfirðingar. Upphaflega er grettir ormsheiti, kannski
sá sem hvæsir eða sýnir tennur, skylt grína og Tanngmmr, en
svo hét annar hafur Þórs. Grettir hefur að fornu líklega verið
viðurnefni. A 18. öld týndist Grettis-nafn, og stóð svo langa
hríð, enginn Grettir í neinu aðalmanntali frá 1801-1910. Á okk-
ar öld hefur þótt við hæfi að endurvekja nafn hetjunnar, en það
er þó ósköp fátítt.
Grímálfur hefur alla tíð verið fágætt nafn, bæði í Noregi og
á íslandi. Árið 1703 báru það fjórir íslendingar, þrír skagfirskir
og einn þingeyskur. Það hefur hjarað síðan.
Gunni. Þessi gerð Gunnars-naíns, kemur fyrst fyrir á íslandi
á 14. eða 15. öld; Hermanni Pálssyni og E.H. Lind ber ekki
alveg saman. Það er vafalaust tökunafn frá Noregi, segir hinn
síðarnefndi og hefur þaðan mörg dæmi. Kunnastur með þessu
nafni hefur hér orðið Gunni Hallsson skáld, kenndur við Hóla
í Hjaltadal, uppi 1455-1545. Um hríð var hann bóndi í Ási í
Hjaltadal, en síðast heimilismaður á Hólum. Eftir hann hefur
varðveist skáldskapur, svo sem Sancti Ólafs vísur. Þar segir með
öðru:
Herra Ólaf, huggara má þig kalla,
þú lést falla
forna stalla
og braust í sundur bölvuð hof.
Refsa léstu rán og stuldi alla,
réttum dómi vildir eigi halla;
efldir þann veg Jesú lof,
logi kom rauður,
en upp gekk auður,
58