Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 61
NÖFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
jafnan dóm fékk ríkur og snauður.
Þannlá dauður
er þess var trauður,
lýðum þótti loginn við of.5
Tveir Gunnar voru á Islandi 1703, annar í Skagafirði, en hinn í
Eyjafirði. Frá og með manntalinu 1801 finn ég ekki nafnið
Gunni. Menn hafa tekið að líta á það sem einbert gælunafn, sem
ekki væri hæft til skírnar.
Hildigunnur Skúladóttir, 18 ára, á Vatni í Höfðastrandar-
hreppi (síðar Hofshreppi) á enga nöfnu 1703. Nafn þetta er
fornt og alkunnugt af Njálu. I því er mikið vopnabrak, því að
báðir liðir þess, hildur og gunnur, merkja orustu eða valkyrju.
Þetta sögufræga nafn dó út um hríð, eða brá fyrir í halaklipptri
gerð, Hildigunn, en var svo endurvakið, þó fremur fátítt sé.
Sjö íslendingar hétu Hrólfur 1703, þar af meira en helmingur
í Skagafirði, hvort sem það hefur verið arfur frá Hrólfi sterka
Bjarnasyni á Alfgeirsvöllum (á 16. öld), þeim sem Grímur
Thomsen orti um eitt snilldarkvæða sinna. Þar segir til loka:
„Um langa hef ég aldrei ævi
á mig, drengir, látið ganga.
Mín var glíma mitt við hæfi,
mig tók aldrei neinn til fanga;
ykkar ein það móðir mátti;
mundi henni lítt um finnast
fyrir sonu’ að örkvisa’ átti.
Ykkur er nær að láta minna.“6
Hrólfur halda menn að sé dregið saman úr Hróðúlfur, sem þýð-
ir frægðarúlfur. Hrólfum fór fjölgandi á 18. öld, þó ekki í
5 Kvaðasafn, bls. 223.
6 Ljóðmæli, bls. 43.
59