Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 62
SKAGFIRÐINGABÓK
Skagafirði. Nafnið er ekki mjög fáheyrt um okkar daga, þó inn-
an við hundrað alla tíð.
Ingibjörg var að vísu afar vinsælt nafn á landinu öllu öld eftir
öld, en þó hvergi sem í Skagafirði 1703. Menn hafaátt í beyglum
með að skýra fyrri liðinn, og amma mín trúði þeirri bábilju að
nafnið þýddi „engin björg“. Ingi er konungsheiti fornt, og
sömuleiðis tengist þessi nafnliður Freysheitinu lngvi (Yngvi).
Eg held að Ingibjörg merki ósköp svipað og Ásbjörg, Gudbjörg
og Þorbjörg, „guðleg (konungleg) björg“. Ekki urðu nöfn mjög
algeng, nema þau fælu í sér góða merkingu. Vinsældir Ingi-
bjargar hafa orðið langvinnar, en nú dregur þó nokkuð úr í
stuttnefnatísku síðustu áratuga.
Jessivar einnáöllu landinu 1703, Jessi Jónsson, 43 ára, bóndi
í Húsey í Seyluhreppi. Þetta fágæta nafn er víst komið úr
hebresku, Jesse, kannski „guð lifir“. Jesse í Biblíunni var faðir
Davíðs konungs. Þess er þó að geta, að bæði Jes og Jess koma
fyrir í Danmörku og eru þá aukagerðir af Jóhannes. Nafn þetta
hjarði út 18. öldina, ogvar einn Jessi í Húnavatnssýslu 1801, en
síðan sé ég þess ekki dæmi.
Kár var endingarbetra nafn í Skagafirði en í öðrum sýslum,
fimm af níu á landinu öllu 1703. Sjö hétu þá líka Kári, en enginn
þeirra í Skagafirði. Kár(i) telst merkja hrokkinhærður, og til var
líka mannsnafnið Kárhöfði. Nafnmyndin Kár hefur sífellt látið
undan síga, en Kári unnið á til mikilla muna og er algengt nú um
stundir.
Bæði Steingrímur (10 af 32) og Styrbjörn (3 af 7) voru talsvert
algengari í Skagafjarðarsýslu 1703 en í öðrum landshlutum.
Nafnið Steingrímur lifir góðu lífi, en Styrbjörn (af styrr sem
þýðir stríð) er löngu dautt. Eg finn það ekki í manntalinu 1845
né síðar. Þrír Styrbirnir voru eftir 1801, tveir þeirra í Skagafirði
og einn Eyfirðingur.
Una var lengi algengara nafn í Skagafirði en annars staðar.
Þetta góða nafn merkir vina eða ástmær, sú sem maður ann eða
sú sem ann manni. Furða hvað samsvarandi karlheiti, Uni, er
60