Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 64
SKAGFIRÐINGABÓK
sjaldgæft. Árið 1703 voru tólf Unur í Skagafjarðarsýslu, tæp-
lega fjórða hver á öllu landinu. Árið 1801 dró heldur úr, en náði
sér þeim mun betur upp 1845. Þetta nafn er í talsverðri tísku
upp á síðkastið.
Til er skáldsagan Ármann og Vildís eftir Kristmann Guð-
mundsson (1928). Ekki veit ég hvaðan skáldið hefur kvenheitið,
en 1703 var ein Vildís á Islandi, Vildís Símonsdóttir, 65 ára,
móðir húsbónda á Ipishóli í Seyluhreppi. Þetta nafn (hin ágæta
dís) hvarf síðan langar stundir, en skaut upp aftur á þessari öld,
afar lítið notað síðustu áratugi.
Þóra (helguð Þór) var miklu algengara í Skagafirði 1703 en
víðast um landið, en þetta breyttist. Nafnið átti um stundir í vök
að verjast, svo laggott sem það er, en hefur náð sér upp aftur, er
í 17. sætií þjóðskrá 1982 og algengt í síðustu skírnarárgöngum.
Þórvör (Þórsvernd) var heldur en ekki sjaldgæfara 1703, að-
eins ein á landinu, Þórvör Egilsdóttir prests, Sigfússonar, í
Glaumbæ í Skagafirði, eins árs. Nafnið lifði 18. öldina af, árið
1801 voru Þórvör Eldjárnsdóttir, 14 ára, í Enni í Hofssókn í
Skagafjarðarsýslu og Þórvör Sigfúsdóttir, 29 ára, í Höfða í
Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. Tvær voru þingeyskar
1845, og lifði nafnið fram á okkar öld, en er nú horfið.
Manntalið 1801
Nú líður tæp öld og kemur ár 1801. Islendingum hafði í heildina
fækkað nokkuð, enda margt hér mótdrægt á 18. öld. Konum í
Skagafirði hafði fækkað í 1745 og báru 131 nafn, þremur færri
en 1703. Karlar þrumdu harðindin betur af sér og hafði fjölgað
í 1394 og báru 138 nöfn, átta fleiri en 1703. Heldur hafði fram-
andi nöfnum fjölgað, en allt var þó í góðu þjóðlegu gengi, 81%
nafna kvenna í A-flokki, og 77% karlaheita.
Eins og fyrr þykir mér rétt, til samanburðar, að sýna algeng-
ustu nöfn meðal þjóðarinnar allrar. Tala í sviga merkir: þar af
síðara nafn.
62