Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 66
SKAGFIRÐINGABÓK
Konur Karlar
13.-16. Þuríður 29
17. Þóra 28
18. Guðný 26
19.-20. Hólmfríður 25
19.-20. Ragnhildur 25
21. Elín 23
22.-23. Ragnheiður 22
22.-23. Rósa 22
24. Ingiríður 20
Hér á toppi vinsældanna standa þjóðlegu nöfnin sig með prýði,
og úr þessum hópi eru horfin tvö framandi nöfn, Sesselja og
Tómas. Aftur á móti eru hér komin tvö kvenheiti í B-flokki,
Elín (úr grísku), tekið upp á 13. öld, og Rósa (úr latínu), tekið
upp á 14. eða 15. öld. Þessi nöfn eru bæði í flokki dýrlinga,
helgra kvenna.
Nú skulum við skyggnast ofurlítið að þeim nöfnum, sem nú
voru tíðari með Skagfirðingum en öðrum, eins og við gerðum
1703.
Björn færðist mjög í aukana, mest í Skagafjarðar- og Húna-
vatnssýslum, 40 í hvorri, og var Björn nú kominn í sjötta sæti í
Skagafirði og sjöunda hjá nágrönnunum fyrir vestan. Enn var
þó Bjarni langt yfir á landinu öllu; sjá töfluna.
Fjórir Skagfirðingar af 10 á landinu báru nafnið Dagur 1801,
dreifðir um sýsluna. Um nafn þetta er fátt að segja síðan. Menn,
sem því heita, eru alltaf nokkrir tugir, og það varð síst algengara
í Skagafirði en annars staðar, þegar fram í sótti.
Eydís hétu tvær skagfirskar konur 1801 af þremur á landinu
öllu. Þetta gamla, góða nafn (hamingjudís) var afar sjaldgæft alla
18. og 19. öld, en yfir því hefur lifnað verulega síðustu áratugi,
sem maklegt er.
Fimmta hver íslensk Ingirídurvar í Skagafirði 1801, og hefur
þetta myndarlega nafn sjaldan komist í hóp vinsælustu nafna
hérlendis. Um forliðinn, sjá Ingibjörg, en í seinni liðnum hefur
64