Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 68
SKAGFIRÐINGABÓK
úr dönsku Pálni eða Palne. Það var heilmikið nafn þar í landi.
Víðkunnur var Pálna-Tóki sem stofnaði Jómsborg og drap
Harald blátönn. Pálmum fjölgaði á Islandi á 18. og 19. öld, og
1910 voru flestir þeirra fæddir í Eyjafjarðar- og Skagafjarðar-
sýslum. Nafnið er bærilega algengt um okkar daga.
Tíu Skagfirðingar hétu Rafn 1801, nákvæmlega þriðjungur
þeirra íslendinga sem það heiti báru þá. Þetta er norsk gerð af
Hrafn, en enginn íslendingur hét svo 1801 né 1703, meira að
segja enginn 1910, en litlu síðar komst nafnið í talsverða tísku
(90 skírðir svo 1921-50), en Rafn er þó enn miklu algengara.
En nú skulum við staldra við heimagert kvenheiti sem Skag-
firðingar fengu miklar mætur á. Samsetningin Sigurlaug virðist
ekki forn, kemur ekki fyrir í safni Linds (nöfn fyrir 1500).
Merkingin ætti að vera „vígð sigri eða orustu“, valkyrja, sigur-
sæl kona. Sjö voru Sigurlaugar á íslandi 1703, þrjár þeirra ein-
mitt í Skagafirði, hvort sem nafnið hefur orðið til þar eða ekki.
En 1801 voru 98 Sigurlaugar, 33 þeirra í Skagafjarðarsýslu, og
þung sókn nafnsins hélt áfram þar. Nokkuð hefur dregið úr
vinsældum nafnsins á þessari öld, þó enn sé það mjög algengt.
Skúli var að tiltölu títt nafn í Skagafirði 1801, rétt fjórði hver
þeirra sem svo hétu. Þetta hélst nokkuð, og reyndar svipað í
Húnavatnssýslu. Skúli merkir líklega „sá sem skýlir“. Mönnum
með þessu heiti hefur fjölgað stórlega og má heita algengt um
okkar daga.
Sunnefa er enn eitt nafn helgrar konu. Heilög Sunnefa var
einkum vinsæl í Noregi. Nafn þetta er úr gamalli ensku og
merkir „sólargjöf“, nokkurn veginn sömu merkingar og Brot-
efa (Bretefa, Brittefa), „bjartgjöf“, sjá og Alfífa, „álfgjöf“.
Sunnefur voru hér 13 árið 1801, fjórar þeirra í Skagafirði. En
Islendingum hefur með tímanum lítt þóknast þetta nafn, og t.d.
þýddi Jón Olafsson Synnöve pá Solbakken hjá Björnson með
heitinu Sigrún á Sunnuhvoli.7 Dró það með öðru drjúgt til vin-
sælda Sigrúnar-nafns og sýnir auk þess smekkvísi Jóns.
Þorlákur var hvergi svo títt sem í Skagafirði 1801, eina sýslan
7 lbunn 1884.
66