Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 70
SKAGFIRÐINGABOK
þar sem það komst í röð algengustu nafna. Þorlákur merkir lík-
lega „leikur Þórs“, einhvers konar hermannstákn eða íþrótta.
Þorlákum hefur fækkað eins og fleiri sem bera nöfn samsett af
Þór, en þeim, sem heita einu saman nafninu Þór, hefur fjölgað
með fádæmum, en því nafni var tekið að skíra hérlendis
skömmu fyrir síðustu aldamót. Þór er algengasta skírnarnafn
sveina, a.m.k. frá 1976, en langoftast er það seinna nafn.
Þórey. Liðurinn ey í mannanöfnum táknar auðnu, gæfu, enda
til hvorugkynsorðið ey í þeirri merkingu. Þórey er fornt og hef-
ur tíðkast hér alla tíð. Arið 1801 voru þær 63, flestar í Skaga-
firði. Þetta góða nafn hefur vel haldið velli og er ekki sjaldgæft
síðustu áratugi.
Tvínefni í Skagafirði voru enn harla fá. Eg hef ekki fundið
nema þrjár persónur sem tvö nöfn báru, er hér var komið:
1) Halldór Klás Brynjólfsson, 32 ára, gullsmiður á Miklabæ í
Blönduhlíð.
2) Anna Sofía Gunnlaugsdóttir, 4 ára, prests á Ríp.
3) Kristín Ingveldur Asmundsdóttir, 4 ára, á Bjarnastöðum í
Hofssókn.
Oll voru þau innfæddir Skagfirðingar.
Enn sem komið var tíðkaðist lítt á landi hér að skíra tveimur
nöfnum, en sú tíska fór verulega að láta til sín taka um 1830, alls
staðar nema á Suðurlandi (Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnes-
sýslum). Þar þrumdu menn lengur af sér þessa útlensku.
Ættarnöfn voru líka enn mjög fátíð í Skagafjarðarsýslu 1801.
Schevingar voru þó á Víðivöllum, og mun það ættarnafn komið
úr Slésvík suður. Þá var Friðrik Grundtvig „pleiebarn“ á
Hraunum í Fljótum, 6 ára, líklega danskur, og Jón Grönstœd
var61 árs, „snedker oggaardbeboer" á Illugastöðum í Fljótum.
Manntalið 1845
Er nú komið ár 1845, og mikilla breytinga tekið að gæta í nafn-
gjöfum á Islandi. Tvínefnum fjölgaði allgreitt, og ýmis nöfn af
erlendum toga voru í stórsókn. Sjást brátt dæmi þessa. Þá leið
68