Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 73
NÖFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
Konur Karlar
28. Elín 23
29. Þórunn 22
30.-31. Guðríður 20
30.-31. Þóra 20
Hér hefur mikið gerst, einkum karlamegin. í hópi vinsælustu
kvenheitanna eru þó 23 af 31 enn germönsk (öll norræn), en af
framandi toga hafa skotist upp á x.oipp\rm: Anna (hebreskt), tek-
ið upp á 15. öld, María (hebreskt), tekið upp á 18. öld,Jóhanna
(hebreskt), tekið upp á 17. öld, og Lilja (latneskt), tekið upp á
18. öld.
Af 20 algengustu karlanöfnum eru nú 9 orðin úr B-flokki, og
Jóbann og Stefán býsna ofarlega á vinsældalistanum. Svipað var
um Jóhann í Eyjafirði og Stefán í Norður-Múlasýslu. Stefán
(grískt) var tekið upp á 13. öld, Jóhann (hebreskt) líklega á 17.
öld, sömuleiðis hin hebresku nöfnin, Jóhannes og Jónas og
Kristján (grísk-latneskt), en Páll (latneskt) var tekið upp á 12.
öld. Hér verða svo nefnd nokkur nöfn, sem voru algengari í
Skagafirði 1845 en í öðrum sýslum landsins:
Aðalsteinn er talið tökuheiti úr fornensku (Æthelstan, Athel-
ston), þar sem fyrri hlutinn ætti þá að merkja „göfugur, af aðals-
ættum“. I ensku mannanafnabókinni frá Oxford segir að nafn
þetta væri endurnýjað í Englandi á 19. öld, kannski fyrir áhrif
frá Ivanhoe (Ivari hlújárn) eftir Sir Walter Scott. Aðalsteinn
kemur fyrir sem heiti ensks konungs í Egils sögu Skallagríms-
sonar, en hér á landi sýnist það ekki verða skírnarnafn fyrr en á
17. öld. Voru tveir (í Snæfellsnessýslu) 1703. Einn var 1801
(Mýramaður), en 1845 er þetta nafn aðeins haft í Skagafjarðar-
sýslu og Húnavatnssýslu, tveir Skagfirðingar, einn Húnvetn-
ingur. Sá var Jón Aðalsteinn Sveinsson, Níelssonar; átti lengi
heima í Kaupmannahöfn. Nafnið Aðalsteinn efldist mjög eftir
að skáldsaga með því nafni eftir sr. Pál Sigurðsson kom út á
Akureyri 1877, og er nafnið vel algengt um okkar daga.
Arnþóra var ein í heiminum 1845 og bjó í Skagafirði, Arnþóra
71