Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
Ólafsdóttir, 45 ára, á Hofi á Höfðaströnd. Menn eru helst á því
að forliðurinn Arn sé stundum samstofna og arinn og stundum
tengdur fuglsheitinu örn. Arinn gat táknað heilagan eld heimil-
isins eða fórnareldinn. Nafnið Arnþóra er fornt, en miklu al-
gengara í þ-lausu gerðinni Arnóra á síðari öldum. Helst kom
Arnþóra fyrir norðanlands og hefur hjarað fram á okkar daga.
Arnfrídur var tíðara í Skagafirði 1845 en í öðrum sýslum.
Ásvör hétu tvær íslenskar konur 1845, önnur í Eyjafirði,
fjörgömul, hin í Skagafjarðarsýslu. Þetta nafn var aldrei algengt
þrátt fyrir góða merkingu, „sú sem vernduð er af ásum,
goðum“. Seinna meir hafa mörg kvenheiti, sem enda á vör, mis-
skilist. Menn hafa ekki áttað sig á merkingunni „vörn, vernd“,
og tekið að setja þetta í samband við líkamshlutann vör; Stein-
vör þykir víst ekki kyssileg! Árið 1855 var aðeins eftir á landi
hér Ásvör Halldórsdóttir, 56 ára í Neskoti í Fljótum. Hún dó
1862, þá vinnukona á Krakavöllum í Flókadal, og með henni
sýnist mér þetta góða nafn hafa dáið út. Væri nú tímabært að
endurvekja það.
Baldvin var orðið mikið nafn í Skagafirði 1845, og þó enn
meira í Eyjafirði. Baldvin(i) merkir sterkur eða hugrakkur
vinur, kemur fyrir í gömlum sögum og rímum, en var ekki gert
að skírnarnafni hér á landi (tekið úr ensku í núverandi mynd)
fyrr en sveinbarn var vatni ausið í Presthvammi í Aðaldal 1780
eða 81. Prestshjónin þar, Jórunn Lárusdóttir og Þorsteinn Hall-
grímsson, síðar í Stærra-Árskógi, létu son sinn heita Baldvin.
Varð nafnið skjótt vinsælt um Norðurland, og ekki spillti Skag-
firðingurinn Baldvin Einarsson (lögfræðingur og ritstjóri,
1801-1833) fyrir, þegar hann kom til. Árið 1845 hétu 19 Skag-
firðingar Baldvin og 23 Eyfirðingar. Nafnið hefur eflst um allt
land og er algengt skírnarheiti síðustu áratugi.
Fjórði hver Islendingur með Bessa-nafni átti heima í Skaga-
firði 1845, og er þessa nafns áður getið.
Þá kemur hér loks nafn, sem ég kalla lítt eftirsóknarvert.
Bjarnonía Bjarnadóttir, eins árs, var í Syðra-Vallholti í Víði-
mýrarsókn. Bjarnonía varð skammlíf og mun ekki eiga sér
nöfnu.
72