Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 75
NÖFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
Björn var á mikilli uppleið eins og sjá má í töflu. Tæp 11%
Islendinga, sem svo hétu, voru í Skagafirði. A öllu landinu var
Bjarni þó enn langt ofan við þennan hálfnafna sinn.
Bríet var algengara hér á landi fyrrmeir en nú er orðið. Þetta
er ein af aukagerðum keltneska nafnsins Brigit eða Birgit (Bir-
gitta). Rótin í nafninu merkir í fornírsku kraftur eða stærð.
Heilög Birgitta var mikill dýrlingur, t.d. í Svíþjóð, messudagur
hennar 1. febrúar. I Heilagra meyja drápu (frá því um 1400)
segir:
Sóma vann í sínum dæmum
signað fljóð er Skotland tignar
Brígiða hélt frá bernskudægri
blóm greinanda meydóm hreinum.8
Bríet hétu 20 íslenskar konur 1703, en sú gerð nafnsins var orð-
in fátíð 1845, alls sex og tvær þeirra í Skagafirði. Þær eru enn
mjög fáar á landinu öllu þrátt fyrir baráttu og frægð Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940).
Þá er Brotefa, sem sumum þykir ærið einkennilegt, enda var
það áður Bretefa eða Brittefa. Langamma mín hélt að þetta nafn
táknaði „hina brotlegu Evu“, en það er nú aldeilis ekki. Þetta er
komið úr ensku og merkir „bjartgjöf", sbr. áður Sunnefa. Sjálf-
sagt er að skrifa nafnið með f-i. Ellefu Brotefur voru á Islandi
1703, allar norðan- og austanlands, sex 1801 (í Eyjafjarðar- og
Skagafjarðarsýslum), og sama var 1845. Nafnið lifði fram á 20.
öld, en nú sýnist mér það dautt.
Evert er dansk-þýskt tökunafn, til orðið úr Eberhard (jöfur-
harður). Jöfur er til bæði í merkingunni villigöltur og konung-
ur. Evert hefur alla tíð verið mjög sjaldgæft á Islandi, aðeins
tveir 1845 og báðir í Skagafirði, feðgar í Mýrakoti í Höfðasókn.
Friðbergur var einn í Skagafirði 1845, en ekki annars staðar.
Á 19. öld fjölgaði nöfnum með forliðnum Frið- harla mjög.
Árið 1845 var Friðbergur Jónasson, fimm ára, í Stóra-Holti í
8 Skjaldedigtningen, II, bls. 594.
73