Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 76
SKAGFIRÐINGABÓK
Fljótum. Hann hefur átt fjarska fáa nafna, en því miður hef ég
séð styttinguna Friðberg.
Guðbjörg var mjög vinsælt nafn í Skagafirði 1845, sem sjá má
á töflunni, og ekki annars staðar fremur, en svo hafði borist inn
í sýsluna nýtt nafn, Gunnþórunn. Eina konan, sem bar þetta
nafn 1845, var Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður, en alsystir
hennar og alnafna hafði dáið á fyrsta ári. Gunnþórunn var ein
margra samsetninga á 19. öld, svo sem áðurvar minnst á, tilþess
að skíra eitt barn eftir báðum foreldrunum. í þessu dæmi hétu
þau Gunnlaugur og Þórunn. Nöfnin Ingibjörg og Ragnheiður
voru hins vegar fengin frá ömmum meyjarinnar báðum. Faðir-
inn, Gunnlaugur Oddsson, var skagfirskur í föðurætt og um
hríð dómkirkjuprestur og kennari í Reykjavík, en Gunnþórunn
Ingibjörg Ragnheiður Gunnlaugsdóttir fæddist í Kaupmanna-
höfn. Sr. Gunnlaugur varð ekki langlífur, dó 1835, en nú var
ekkja hans, Þórunn Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, búsett í
Glaumbæ, enda var dóttirin Gunnþórunn gift sr. Halldóri
Jónssyni. Þar voru þrjú önnur börn Þórunnar, ýmist þrí- eða
tvínefnd, sem síðar sést. Þau mad. Gunnþórunn og sr. Halldór
áttu dóttur, sem einnig hét Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður,
og eftir henni mun leikkonan Gunnþórunn Halldórsdóttir hafa
verið skírð. Nafnið Gunnþórunn var ekki mjög fátítt á fyrra
hluta þessarar aldar.
Þrjár íslenskar konur hétu Inga 1845, allar í Skagafirði og all-
ar ungar. Nú er nafnið Inga orðið gríðarlega algengt, í 25. sæti
kvenheita í þjóðskránni 1982, og ekki miklu sjaldgæfara í síð-
ustu skírnarárgöngum.
Jóhann var orðið mikið tískunafn í Skagafirði 1845, eins og
víðar um Norðurland, því sem næst eins í Eyjafirði. Um 18%
íslenskra Jóhanna voru þá í Skagafirði. Þetta er þýsk stytting af
Jóhannes, sem okkur var fyrr og löngum tamara að hafa í gerð-
inni Jón. Jóhann verður sjálfstætt nafn hérlendis ekki síðar en á
17. öld.
María var ámóta vinsælt í Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu
1845. I Skagafirði voru 52 Maríur af 347 á landinu öllu. Þetta
nafn var ekki notað á Islandi fyrr en á 18. öld. Um merkingu
74