Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 77
NÖFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
þess eru ærið skiptar skoðanir. Ég fer eftir því sem Jón Hilmar
Magnússon ritstjóri á Akureyri hefur kennt mér, því að hann er
lærður á klassískar forntungur. Hann segir að hebreska rótin
mer-, mir-, mar- merki sársauka og kvöl, en einnig kraft og
styrk. Onnur (og eldri) gerð Maríu-nafns er einmitt Miria(m).
María hefur orðið því vinsælla á Islandi sem lengra hefur liðið
og er tíðast nafn meyja í síðustu skírnarárgöngum.
Meyvant er mjög erfitt nafn við að fást. Fyrsti Islendingur
með þessu nafni, svo að ég viti, var fjögurra ára í manntalinu
1845, Meyvant, sonur Jóns Landeyings Höskuldssonar á Hofi
í Öræfum. Sá Meyvant lét skíra sig upp og nefndist Eymundur.
En 1845 var eins árs gamall Meyvant Gottskálksson í Dæli í
Fljótum. Um þetta undarlega nafn segir Meyvnt á Eiði Sigurðs-
son í minningum sínum, að hann væri heitinn eftir Meyvant
Bjarnasyni frá Þröm í Skagafirði, en sá var vinur föður hans og
drukknaði rúmu ári fyrr en Meyvant Sigurðsson fæddist. Síðan
segir orðrétt:
Um uppruna nafnsins er mér tjáð að ensk hefðarkona hafi
gerzt skjaldmey riddarasveitar í Englandi og tekið sér
þetta nafn. Var það ritað Maywant. Ekki veit ég sönnur á
þessu, og ekki veit ég heldur hvernig nafnið á að hafa bor-
izt hingað til lands. Hins vegar hef ég heyrt að ég hafi átt
nokkra nafna í Skagafirði, einkum I Fljótunum og einnig
á Siglufirði og víðar þar um kring.9
Nikódemus er grískt biblíunafn. Fyrri hlutinn táknar sigur,
seinni hlutinn þjóðina, fólkið. Hér á landi varð Nikódemus
ekki skírnarnafn fyrr en á 19. öld. Hinn elsti, sem ég hef fundið,
var Sunn-Mýlingur, en næstur Nikódemus Nikulás Einarsson,
2 ára 1845, dóttursonur Gísla Konráðssonar, á Húsabakka í
Glaumbæjarsókn. Hét sveinninn þannig tvöföldu sigurvegara-
nafni.
Nýbjörg mun vera norðlensk uppfinning síðari alda. Ég finn
9 Meyvant á Eidi, bls. 11.
75