Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 78
SKAGFIRÐINGABÓK
það ekki fyrr en 1845, en þá eru þær tvær: Nýbjörg Jónsdóttir,
40 ára, í Helgárseli í Eyjafirði og alnafna hennar 16 ára á
Hrappsstöðum í Hólasókn í Skagafirði.
Oddi var hvergi til nema í Skagafirði 1845; voru þar þrír, en
13 Islendingar hétu þessu gamla nafni 1703. Þetta táknar for-
ingja eða hermann. Skagfirsku Oddarnir 1845 voru allir um
sjötugt og allir í Fellssókn. Með þeim sálaðist nafnið um sinn,
og hefur naumlega vaknað til lífs á ný.
Pétur var orðið algengara í Skagafirði 1845 en annars staðar á
landinu, svo að 14% af íslenskum Pétrum voru þar. Nafnið er
úr grísku og merkir klettur eða hella, þýðing á hebreska eða
arameska orðinu kefas. Pétur var tekið hér upp á 11. öld og hef-
ur lengi verið afar vinsælt, er t.d. í 18. sæti karla í þjóðskránni
1982 og títt í síðustu skírnarárgöngum.
Bæði Ragnheiður, „björt, helguð goðum“, og Rannveig,
„góð húsfreyja", voru tíðari nöfn í Skagafirði 1845 en í öðrum
sýslum landsins.
Rut(h) var miklum mun algengara í Skagafirði 1845 en annars
staðar (5 af 7). Um merkingu þessa kunna biblíunafns er ýmis-
legt óljóst. Það er talið komið úr hebresku eða máli Moabíta, og
séð hef ég svo sundurleitar þýðingar sem „vinátta" og
„hjarðmær“. I Vísnahók Guðbrands biskups Þorlákssonar
1612 eru prentaðar rímur af Rut eftir sr. Einar Sigurðsson í
Eydölum. Rut varð ekki skírnarnafn á Islandi fyrr en á 18. öld
og fjölgaði lengi afar hægt. En í stuttnefnatísku okkar tíma hef-
ur nafnið hafist til mikils vegs, margir tugir í síðustu árgöngum
og komið í 13. sæti skírðra meyja árið 1985.
Um Sigurlaugu var áður rætt, en þær voru 49 í Skagafirði af
238 á landinu öllu 1845 og litlu færri reyndar í Þingeyjarsýslu.
Símon var algengara í Skagafirði 1845 en í öðrum landshlut-
um. Þetta er biblíunafn og hefur verið notað hérlendis frá því á
11. öld. Þá var til Símon Jörundarson á Bæ í Borgarfirði. Símon
var einn af postulum Krists, en ekki er alls kostar víst hvernig
þýða skuli nafnið. Eitthvað mun það þó eiga skylt við áheyrn
eða bænheyrslu. Símonar hafa löngum verið hérlendis á bilinu
50-100, og nafnið er enn vel á lífi.
76