Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 79
NOFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
Súsanna var komið í Skagafjörð 1845, ein af þremur á landi
hér, Súsanna Jónasdóttir, 5 ára, í Efra-Asi í Hólasókn. Nafnið
hafði borist hingað til lands fyrir 1703, komið úr hebresku
gegnum grísku og latínu og merkir blómið lilju. Nafn þetta hafa
fáar íslenskar konur borið, en hefur þó farið fjölgandi síðari
árin.
Sveinn var í mikilli sókn í Skagafirði 1845. Um það bil 14%
íslenskra Sveina voru þá þar í sýslu, en miklu stærra hlutfall var
þó þeirra sem báru nafnið Sölvi, meira en helmingur, eða 54%.
Sölvi merkir víst fölleitur maður, sbr. lo. sölur og sögnina að
sölna.
Sœunn var óvenjualgengt nafn í Skagafjarðarsýslu 1845,17 af
61 á landinu öllu. Sjálfsagt þykir einhverjum liggja beint við að
þýða nafnið „hafs-alda“, og svo gerir Hermann Pálsson. En ég
er ekki alveg viss um, að málið sé svo einfalt. Mig grunar, og ég
er ekki einn um það, að Unn(ur) sé „sú sem ann“, sbr. Ingunn
og Þórunn, sjá og Oðinsheitin Unnur og Unnar. Hið síðara er
nú ekki fátítt karlmannsnafn. Sæunnir hafa allar síðari aldir ver-
ið nær hundraði en 50 í öllum aðalmanntölum.
Um Unu var fyrr skrifað, en 1845 voru Unur 17 í Skagafirði
af 78 á landinu öllu.
Notkun ættarnafna og tvínefna færðist í vöxt í Skagafjarðar-
sýslu 1801-1845, eins og annarstaðar á landinu. Árið 1845 hef
ég fundið sjö ættarnöfn í sýslunni, flest alkunn á landi hér, þ.e.
Espólín, Havstein, Kröyer, Reykjalín og Thorarensen, og bar
allmargt fólk sum þessara nafna. Þó er þess að geta, að notkun
ættarnafna var ekki fastmótuð, og kenndu sig ýmsir jafnframt
eða stundum til föður. Ekki höfðu Skagfirðingar fundið upp
þessi ættarnöfn.
Einstaka sinnum er vant að sjá, hvort um eiginlegt ættarnafn
er að ræða eða föðurnafn, brákað upp á dönsku (Eiríksson
breytt í Eiriksen). Þá geri ég ráð fyrir að Nis Nikulásarson Pet-
ersen, 19 ára, kominn úr Utskálasókn í Gullbringusýslu að Felli
í Sléttuhlíð, hafi átt danskt ætterni. Jón Bergsted, 53 ára, bóndi
í Efra-Ási, var hins vegar Islendingur í húð og hár, fæddur
Húnvetningur. Hann kenndi sig við Bergsstaði í Hallárdal.
77