Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 84
SKAGFIRÐINGABÓK
Nafn Aldur Heimili
30. Oli Jakob Havstein 2 Hofsósi, Hofssókn
31. Stefán Olafur Reykjalín 27 Hólakoti, Fagranessókn
32. Stefán Sigurður Sigurðsson 3 Miðsitju, Miklabæjarsókn, Blönduhlíð
33. Stefán Þorsteinn Sölvason 4 Innstalandi, Fagranessókn
34. Tómas Andrés Eiríksen 34 Hofsósi, Hofssókn
Skylt er að geta þess, að sumt þessa fleirnefnda fólks er aðflutt,
eins og að nokkru leyti hefur komið fram áður um afkomendur
sr. Gunnlaugs Oddssonar. Sumar elstu tvínefndu konurnar eru
fæddar í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu (þ.e. á Akureyri)
og elsti karlmaðurinn í Hvanneyrarsókn í sömu sýslu.
Samandregnar niðurstöður
1) Skagfirðingar voru nafnsparir og nafnvandir allt þetta
tímabil. Langflest nöfn þeirra voru góð og gild og að miklum
hluta af germönskum uppruna.
2) Þeir voru, eins og aðrir Norðlendingar, fljótari til að taka
upp fleirnefni en Sunnlendingar. Tvínefni Skagfirðinga bera
þjóðlegri blæ en í sumum öðrum sýslum, svo sem ísafjarðar-
sýslu og Eyjafjarðarsýslu.
3) Guðrún og Jón eru allan þennan tíma langalgengust nöfn í
Skagafirði.
4) Á síðara hluta tímabilsins sóttu mjög á nokkur nöfn af er-
lendum toga, svo sem Anna, Lilja, María,Jóhann,Jóhannes,
Jónas og Stefán (Steffán).
5) Enda þótt tvínefni og ættarnöfn væru komin til sögunnar,
stóðu nafngiftir Skagfirðinga á traustum þjóðlegum grunni.
Undirstaðan haggaðist ekki. Tvínefni voru algengari
umhverfis Hofsós en annars staðar í sýslunni.
82