Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 96
SKAGFIRÐINGABÓK
ast og þurfti nú að fara að sinna fénu, og þar með vorum við
komnir undir stjórn Gísla bónda, en í þeim málum var hann alls
ráðandi. Ekki varð komizt þurrum fótum til fjárhúsanna, stóðu
þau á eyju sem Engey nefnist, en allstór kvísl úr Héraðsvötnum
rann á milli hennar og bæjarins, heitir hún Austurkvísl. Þess
vegna var engin leið önnur en að nota pramma þar til ísa lagði.
Þótti okkur Ragnari þetta skemmtileg tilbreyting, lofaði Gísli
okkur ávallt að róa yfir Kvíslina.
Féð á bænum var allmargt eða liðlega 400, þar af vil ég nefna
sérstaklega fullorðnu hrútana, ellefu talsins. Af þeim voru níu
fyrstuverðlauna gripir, og sýndi það kannski bezt, hversu
mikla alúð Gísli lagði við ræktun fjárins. Þarna á eyjunni voru
þrenn hús. Engin vatnslögn var í húsin, og þurftum við því
að taka allt vatnið úr Kvíslinni og bera heim í þau. Það var
geysimikil vinna og veitti ekki af okkur Ragnari báðum við það
verk. Þá kom það einnig í okkar hlut að leysa heyið, enn fremur
að sópa garðana í hvert skipti áður en gefið var, því að Gísli var
allra manna þrifnastur í umgengni við sauðfé. Hlöðugólfin lét
hann einnig sópa vandlega. Sjálfur annaðist hann einn allan
burð á heyinu fram í garðana.
Þann starfa höfðum við með höndum að flytja sauðatað heim
daglega, en það var sá eldiviður, sem notaður var á bænum.
Vorum við því ávallt með taðpoka á bakinu, þegar við komum
heim úr fjárhúsunum, hvernig sem á stóð og hvernig sem veður
var. Eg hygg, að það hafi verið ráð Magnúsar gamla að hafa
þennan hátt á, en sjálfur hefði ég kosið að taka góðviðrisdag í
þetta verk, sem nánar verður getið síðar í þættinum. Tvisvar á
dag fórum við á milli lands og eyjar og undum hag okkar ágæt-
lega, enda þótt dagarnir væru hver öðrum líkir.
Þótt Austurkvísl væri að jafnaði meinleysisleg, gat hún orðið
hinn versti farartálmi, sem ég síðar fékk að reyna. Þegar hana
fór að leggja var ísinn fyrst svo veikur, að á honum var ekki
hægt að ganga yfir. Þurftum við því að nota prammann og
brjóta okkur leið með árunum, en það gat verið torsótt þegar
94