Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 97
EINN VETUR í EYHILDARHOLTI
Gamli bærinn í Eyhildarholti, líklega byggdur 1898. Skömmu áður hafði
brunnið í Holti og Sigurjón Markússon, þá bóndi þar, byggði þetta hús. Ur
því var flutt í nýtt hús fyrir jólin 1956; nœsta vor var það gamla rifið. Undir
því var hlaðinn kjallari steinlímdur, en torfi hlaðið utan á vegginn, sem upp
úr jörðu stóð, eins og glöggt má sjá. Húsið var reist á klöpp, og hallaði gólf-
inu heldur til vesturs. 1 suðurenda var eldhús, en borðstofa í norðurenda.
Voldug eldavél var á milli, undir forstofunni, er brenndi kolum og taði.
Allra síðustu árin var olíufýring, og þá var eldhúsið flutt upp á jarðhæðina,
við hliðina á Vesturstofu. Hún var bæði svefnherbergi og dagstofa. Yfir
borðstofunni var Norðurstofan, önnur tveggja hinna betri stofa. Kvisturinn
var svefnherbergi og eins Suðurherbergiö, undir súðinni yfir Vesturstofu.
Yfir Norðurstofu var geymsla undir matvæli, aðallega kornmat. Vindraf-
stöðin var reist 1943. Ljósm.: Sveinn Þ. Gíslason
ísinn var allt að því manngengur, en var það þó ekki. Ekkert
sérstakt bar til tíðinda fyrr en það gerðist dag einn snemma í
desember, að Gísli bóndi kemur að máli við okkur Ragnar, þeg-
ar við erum í húsunum og segist þurfa að vera fjarverandi næsta
dag og ætli nú að trúa okkur fyrir fénu. Setti hann mig sérstak-
lega inn í það, hvað ég ætti að bera mörg föng fram í hvern
95
L