Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 98
SKAGFIRÐINGABOK
garða. Ég man, að hann mældi það nákvæmlega, hvað stór föng
ég tók, en Ragnar átti hins vegar að annast önnur verk. Sem sagt,
öll ábyrgðin hvíldi á mínum herðum, sem ekki var óeðlilegt, þar
sem ég var tveim árum eldri. Gísli sagði, að við mættum gjarnan
viðra féð yrði veður gott. Daginn eftir fór svo Gísli að heiman,
og við Ragnar héldum austur á eyju til fjárins. Kvíslin var kom-
in á traustan ís og því engum vandkvæðum bundið að komast í
húsin. Veður var hið bezta, svo við Ragnar ákváðum að viðra
féð og fórum að hleypa ánum út, og ætlaði ég að láta þar við sitja,
en þá segir Ragnar: „Eigum við ekki að viðrahrútana líka?“ „Þú
segir nokkuð,“ sagði ég, „Gísli minntist ekki neitt á þá.“ Við
gengum inn í hrútakróna. „Sérðu hvað greyin langar út?“ sagði
Ragnar. Ég gat ekki neitað því, að það var einhver fiðringur í
þeim, en var þó á báðum áttum hvað gera skyldi, en Ragnar hélt
áfram að tala máli hrútanna, svo endirinn varð sá, að ég lét und-
an og við opnuðum hrútakofana alveg upp á gátt, og hrútarnir
ruddust út. Ekki voru þeir fyrr sloppnir úr prísundinni en ég sá,
að hér hafði okkur orðið á alvarleg skyssa; það var komið það
nálægt fengitíma, að ærnar voru margar blæsma. Já, þær komu
meira að segja frá næstu húsum, til að heimsækja hrútana, sem
auðvitað fóru að lemba í ákafa. Við Ragnar vorum nú sem úlfar
í sauðahjörð og hlupum innan um féð til að reyna að trufla sem
mest, en okkur varð sáralítið ágengt í þeim efnum. Eftir langt
þóf, tókum við þann kostinn að fara að hýsa féð, og fóru hrút-
arnir að sjálfsögðu þar inn sem þeim sýndist. Munu þeir þá hafa
verið búnir að lemba þær ær, er tilkippilegar voru þennan
daginn. Tókum við Ragnar nú að tína þá, einn og einn, inn í
króna sína og voru þeir heldur þungir í drætti, þó tókst okkur
að lokum að koma þeim á sinn stað, og fór ég að gefa fénu sam-
kvæmt þeim reglum, sem ég hafði fengið þar að lútandi. En ég
var langt frá því að vera ánægður með þennan dag, ég hafði
brugðizt trausti Gísla, hvað féð varðaði. Já, ég bar raunar einn
alla ábyrgðina á þessu með hrútana, Ragnar var aðeins hjálpar-
sveinn minn og hafði víst ekki umgengizt fé áður, svo að honum
96