Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 99
EINN VETUR í EYHILDARHOLTI
Horft af hlabvarpanum í Eyhildarholti yfir Austurkvísl Héraðsvatna, til
Engeyjar og fjárhúsanna. Vað var á kvíslinni, þar sem sjá má skarð í
bakkann, rétt hægra megin við Yztuhús. Komið var uppúr í Bxjarnesinu, á
eyrinni, sem sér í hagra megin, en nokkru neðar en sést á myndinni. Af
henni hefir nú verið byggð brú norðurá bakkann undan Miðhúsunum neð-
arlega.
Gísli Magnússon fluttist í Eyhildarholt 1923; keypti jörðina það ár af
þeim feðgum Jóni Péturssyni frá Nautabúi og Pétri syni hans, er þar höfðu
búið í tíu ár. Hafði Jón Yztuhús, en Pétur Syðstuhús. Miðhúsin voru reist
1929. Þaó ár fluttist Magnús, faðir Gísla, frá Frostastöðum yfir í Holt.
Hann lét þá rífa svokólluð Ytri-Fjallhús, beitarhús, er stóðu sunnan undir
háum mel út undir Þverárgili, er sjá má í myndjaðrinum vinstra megin, en
þó spölkorn neðar, skammt frá gilkjaftinum. Var öllum stórviði fleytt niður
Þverá og ofan í Vötn, og hann svo dreginn á pramma út á Engey. Árefti og
annar minni viður var hinsvegar bundinn í bagga og fluttur á klakk ofan
að Vötnum og svo á pramma úteftir. Húsin reisti Tómas Björnsson, þá á
Yztu-Grund hjá Márusi Guómundssyni tengdasyni sínum, er lengst bjó á
Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Tómas þótti góbur smiður og ágætur hleðslu-
maður.
Braggarnir voru reistir litlu fyrir 1950. Þá setti Jón Jónsson á Syðri-
Húsabakka upp. Þeir voru hlöður. Hvorttveggja, hús og braggar, er nú
horfið. Ljósm.: Sveinn Þ. Gíslason
7 Skagfirdingabók
97